- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
178

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og altaf var heimilið héraðsbót,

Pó húsaskjól fjölguðu og vegamót,

Og bygð væru nágrenni nýrri.

Hver býr sig til fundar við lærdóm og lisl
í landi, sem heimtar öll búverkin fvrst?

En bros hennar leit eg því lýsa,

Að það átti í sál liennar ættgengi alt.

Sem ört var og djarfmannlegt, frjálslegt og snjalt,
Skarpt gagnyrði, vel-kveðin vísa.

IV.

En samt veit eg, Margrét, að saga vors lands
Mun svíkja að ílétta neinn minninga-krans
Um lífsstarf þitt liógværa, hljóða.

Fyrst manngildi er dálkur í dagblaða stærð,

Og dómstóllinn orðstír og klerka mærð
Og tildrið á Iofköstum Ijóða.

Og eins þykir gagnlaust, að gefa þeim hljóð,

Sem gengur um haustnótt og flytur sin ljóð
Við ókunnu leiðin og lágu —

En vittu það heimur, að hér er það lið
Sem hélt þér við ættjörð, er inest lá þér við
Og stórmeuni sögunnar sváfu.

*■*-« . "’«*

Hvort urðu ei tjón fyrir lýði og lönd,
liöm lánsælda öftrun og hugunum bönd
Mörg þrekvirki, er sett voru í sögur?

En þjóðarheill auðgar þó æli hvers manns
Ef eftir hann liggur á bersvæði lands
Þarft handartak, hugrenning fögur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0184.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free