- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
220

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og snögglega breytlist sem blikskýja-far
Þér blærinn i kinnum og augum.

Og útsýnið virtist þér blikandi bjart,

Ef brá það upp svip hans í vonum
A komandi manni — en sýndist það svart,
Er sást’ að það líktist ei honum.

Ef broddstöfum gestirnir drápu við dvr
Svo dunaði í þyli og göngum,

Þá áttir þú bágt með að bíða hér kyr,

Og blóðið þaut strax út í vöngum.

• ■*

En loksins tók óþreyjan enda um síð,

Er inn til þin kom hann, sem beiðstu.

En þá varstu fálát og þurleg og’ strið,

Og þegjandi návist lians leiðstu.

Við aðra þú ræddir, svo kankvís og kát,
Sem koma hans skifti þig minna —

Á speglinum andspænis enn hafðir gát,

Og aftur^gté l)lóðið til kinna.

• ‘V

Þú sást að úr fléttunni hrokkið var hár
Á herðar, sem ógreitt það væri.

Og slitinn úr hálsmáli hnappsfótur smár
Á hörundsins mjallgrunn’ svo bæri.

Þér virtist þó bros léki vörum þér á
Þá væri ekki rómur þinn sætur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free