- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
257

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gert upp úr gömlum reikningum.

I.

Meðan eg hef’ tíma og tóm
Að tala á héraðs-þingum:
Varnarskjali í skáldadóm
Skýt og »kvitteringum«.

Fari eg ekki allajafnt
Eftir lögum beinum,

Eg er ekki að segja samt
Sök á hendur neinum.

Eg skal ekki þræta í þrá
Þess mér kunni að skeika.

Hefð eg trúi enga á
Eða fullkomleika.

Reiðst mér ekki, ef af þér
Eitthvað dregið verður —
Reiknings-hallinn illur er,

En ei með vilja gerður.

Aldrei gelzt til gagns, því ver,
Góðsemd minna vina —

Guð mun alténd útsjá ’mér
Einhver ráð með hina.

Hálfan eiga anda lands,

Eigin hug og tungu:

Þeir sem æsku-minni manns
morgunljóðin sungu.

Stephan G. Stephansson: Andvökur. 17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0263.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free