- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
281

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæn á eftir samkomu.

O, veit þú mér bæn! er í veldið þitt kem,

Þú vistráður herbergja! yfir þeim sem
Af jörðu í föðurhús ilytja:

Æ, settu mig þar sem á hávaða er hlé!

Þó húsrúmið lítið og óskrautlegt sé
O^ garðs-hornlegt sé þar að sitja.

A jörð hef’ eg furðast það beljandi brölt,

Það brakandi fótþóf og mál-rokka skrölt
Með hvinum og dúandi duni,

Og alt þetta samkvæmis argafas,

Og allan þann troðning og gjallanda-þras
Sem húsinn lægi við hruni.

Hver fjöl slóst í leikinn, og innanstokks alt
Varð uppvægt og hamslaust og byltist og’ valt
Sem strákar við stökkdans i polli —

Sem hvirfil-byl hýtt væri um hurðir og skáp
Og hlaupinn djöfull i sérhvern kláp:

Einn þjótandi, skröltandi skolli.

Og mér er sú ánægja eilífðar-nóg!
í umskifti langar mig, spakferð og ró —

En hef’ eg í bráðræði beðið?

Því elskuðu landar, það hliðrast ei hjá,

Að himinlangt verður á milli okkar þá
Sé kvöðin veitt eins og er kveðið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free