- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
15

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í hlc við þig var stolin
Mörg stund til að lesa,

Er himin-vídd kveikti
Sín hauststjörnu-ljós.

18

A vestur-vegum.

Söguna byrja viljum við
Vestur sem að höldum,

Þar sem fyr var frá-horfið
Fyrir nokkrum öldum.

Þegar sjómenn frónskri fjöl
Flevttu á bláa kafið
()g létu mjóan knarrar kjöl
Kljúfa Atlanzhafið.

Eftir liðnar aldir sex
Ut oss hætta þorum —
Eldra slysið ekki vex
Augum nú í vorum.

Við Skotland.

Sól á strendur Skota skin,
Skógar um bvgð sig hringa
1*0 er fórnað friðri sýn:
Fjöllum íslendinga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free