- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
110

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo kreisti ’ún í gaddklóm hvert grænkandi strá

Sem geri í varinu niðri

()g svipúðug vafði hún, visnuð og grá

I}au vorlík í fönninni miðri.

Hún storkaði: »Búðu við örbirgð og önn
í útlegð sem mannskap þinn hrekja,

Ef hræðistu að græða upp fjallskóg við fönn
Og frostmörkin grasrótum þekja.«

Þá kvað ’ann: »Mitt hlutfall og heiður er eitt
A hólminn þig, Island, að skora!

Og því hef eg heitið, að hræðast ei neitt
Nema hrópsyrðin: aukvisi að þora!«

Og því skal í nauðsynjum nema hér lönd —

A nepju og óblíðu þinni.

Eg trúi því, ísland, að hugur og liönd
Og hreystin og kjarkurinn vinni.

1191

Norna-Gestur.

I.

Hann lifði sem kvæði frá ómunaöld,
Hann átti ei frændur né vini,

Hann tjörgamall endaði æfinnar kvöld
Iljá Ólafi Tryggvasyni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free