- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
233

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Stöku víði-viður
Viðrar holta-glæður,

Hrynja af höfði niöur
Hvítar silki-slæður.

— Brúðarlín af bari
Borið, undir vetur —

Og í vinda vari
Veizlu að hausti setur.

Grænt í vindhá vetrar
Vefa engin slegin.
Sinu-brekku betrar,

Borið hádags megin,

Blóm — sem lágt við ljómar
Litla sólskins-vöku.

Sumars eftir-ómar,

Ellikvæðin stöku.

Svo hefir ársins elli
Ennþá fingur mjúka,

Sem hún fríðast felli
Friðarliti á sjúka.

Mjalla-hvítu kransins
Krónur þistla skrýðir.

Eins og lýður landsins,

Líkin bezt hún prýðir.

Létt á logni fljóta,

Lágt við grund og hæðir,
Spunnir um hnjósk og hnjóta

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0239.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free