- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
54

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Leiðangurinn hlaut að tefjast þar —

Hér varð Þverá töf á sunnan-reiðum.
Móður-augun vöktu. Hérna var
VTænst að gista á þessum norður-leiðum —
Björg sat uppi ein, ineð hugsun þá:

111 sé ferða-gæfa höfuðsmannsins!

Aldrei þurfi mögu sína að sjá
Svona ferðast, mæður Norðurlandsins!

III.

Björg frá Bjargi lítur.

Bærist sólskins-lokan,

Opnast hvammur hvítur,

Hvarflar beltuð þokan,

Upp úr gljúfrum gráum
Greidd, þó enginn sæi.

Sem af líkbeð lágum
Línið einhver dragi.

Bjarg sat, líkast hauk, á hamra arm
Hátt í lofti, yfir gil og kletta.

Það var eins og yf’r á lægri barm
Örskamt myndi vænginn sinn að rétta —
Vör var Björg, að skrið og fóta-ferð
Fyrir nokkru hafin var í hvammi.

Yfirförin hál, að hálfu gerð,

Horfið tjald við eyrar-barðið frammi.

Næst, á sjónar-sviði
Sín-megin á eyri,

Sá hún lenda liði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free