- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
64

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lárus leiðar-greiðans
Launin hugsar blóöug
Björgu — er úti beið hans,
Beiskju-grætt en hróðug.

Sárra — en grárra gjalda —
Greypilegra efnda,

Ættar ægi-skjalda
Óvopnaðra hefnda.

Þegar riðu þeir í húsa-hvörf,

Þarna beið hún væntu tíðindanna,
Tiginöldruð, drengileg og djörf.
Dyravættur sneyddu átthaganna,
Sigurfríð hjá fórnum, dýrri sér,
Föðurlands í stundar-þágu greiddar.

Öllu svift. Og sinna stunda hér
Síðstu rauna-bætur vissi eyddar.

Hennar ættjörð aldna

— Ólík suður foldum —

Bauð ei hátíð haldna
Hennar látnu moldum.

Og fyrir unga mögu
Aðeins hafði að bjóða
Gröf — í glötun sögu,

Gleymsku allra ljóða.

Lárus hvesti hlakk-rödd sína í sér,

Sagði hvelt, en vonzkan skein af bránni:
“Tíðindi þau, Björg, við berum þér,

Báðir glópar þínir liggja í ánni!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free