- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
91

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hraðbúinn við morgunskímu.

— Hverjum henti um háska geim þann
Halda lífi, slíka grímu!

Fáein jóla-föng, í vonum
Færð sér þangað, smá hún átti
Fagurviðris-mildum mátti
Morgni trúa fyrir honum.

— Nær í einu andartaki
Illviðrið um hérað dembdi.

Eins og leyndi að blíðu-baki
Bylur sér, svo alt ’ann hremdi.

Hans var svar — er hrædd að voga
Hún var ferð þá, gerða í dagan —
“Áleiðis og út í hagann
Ærnar rek. Sem fætur toga
Hleyp minn veg og verð ei lengi.

Vitja fjár á heimleiðinni.

Aflokið svo öllu fengi

Áður en mamma kveikir inni.”

Fús, en óvön, fyrirvinna
Fátæks bús var hann. Nú lágu
A hans herðum, hraustu en smáu,
Heimastörf, og öllu sinna.

Árin tólf sér á baki,

Óskabarn í móður-skóla.

— Er þá eigi von hún vaki
Viðutan, með guðspjall jóla?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free