- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
96

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sjálfur frjáls og ferða-kátur.
Fylgirakkinn mikil-látur,

“Tryggur” hans, úr spori sprettir.
Spakfær samfylgd drógst á eftir!

Skamt var unnið áleiðis
Áður falst það hafði birt,

Snjókomuna saman-syrt.

“Snúum við, að varast slys,”

Réði til með rausnar svari
Rekkurinn eldri, varfærnari.

Svarað er, “Eg áfram hvata,

Eg til baka síður rata.”

“Snú þú aftur einn, að forða
Útidauða, ef treystir þér!

Heim eg betur bjarga mér.

Hvarf til baka, er ekki að orða.

Enn þá næ eg Háa-hjalla,

— Hann er skamt út leið, að kalla —
Treysti fótum feril allan
Finna þaðan, ása-hallan.”

“Seinast er um auðan snæinn
Yfir fentan Langamó,

Hæpnara -— en hæg-gert þó —
Hríðblindur að hitta bæinn.

Slétt er yfir áar-bakka.

Ef þér vestar kann að skakka,

Við þér húslaus heiði tekur —
Hrjúfagil, ef austur rekur.”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free