- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
99

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Þegar við í fjárhús fórum
Fyrstu Holtamenn
Seint í morgun, varir vórum
Við, að rek af kindum fjórum
Stóð við hurð, og lijarði enn.”

“Vala” hefir veginn brotið,

— Var það ykkar fé! —

Fundist sér ei fært í kotið.
Forustunnar sinnar notið,

Stefnt á næsta húsa-hlé.”

“Þegar loks í lofti birti,

Lögðum við á stað

Hingað — ef að hjálpar þyrfti —

Hríðarbylinn aftur syrti.

— Féð sem vantar, fent er það.”

“Svo rauk upp, í einu bili,
Ofsans myrkravald.

Fengum varla fótaskili
Fleytt í bæ úr Hrjúfagili —
Örskotsleið og undanhald.”

— Húsfreyja úr hinu leysti
Hvernig stæði á.

Það var sem hún þarna treysti
Því, að fyrsti vonar neisti
Myndi vina-vottur sá!

Veðurloka vænni bíða,

Vóru einu ráð —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free