- Project Runeberg -  Bandamanna saga /
iv

(1901) Author: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Formáli

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sögunnar. Þar er t. d. sagt frá sögustöðum, sem vel koma
heim, meðal annars bærinn á Borgarhóli, sem handritin
svo nefna, enn heitir á Hörgshóli, eins og hér hefir verið
leiðrétt, enn er misritað Borgarhóli í hinum fyrri útgáfum
(Horgshole mislesið Borgwhole).

Skemmri sagan er rituð í Borgarfirði, eða vestanlands,
enn hin norðanlands, sem sjá má á upphafi þeirra. Skemmri
sagan hefst svo: Ófeigr hét maðr; hann bjó norðr í
Miðfirði, enn lengri sagan: Ófeigr hét maðr er bjó vestr í
Miðfirði. Í rauninni hefði líka svo átt að standa í þessari
útgáfu, því í henni er fylgt hinni skemmri sögu að
mestu leyti, nema á fáeinum stöðum hefir verið farið
eftir hinni sögunni, þar sem frásögn hennar virðist réttari
eða skilmerkilegri. Enn réttara þótti að fylgja aðallega
hinni skemmri sögu, bæði af því, að hún mun vera eldri,
og af því, að hún er með öllu ókunn hér á landi,
og því nauðsynlegt að gera hana aðgengilega
almenningi.

Efnið er að kalla hið sama í báðum sögunum, og flestir
hinir sömu sögumenn. Þessara manna er margra getið
í öðrum sögum, og sérstakr þáttr er til af Oddi
Ófeigssyni, sem ekki kemr við Bandamanna sögu.
Aðalmaðr sögunnar, Ófeigr Skíðason, kemr ekki við aðrar
sögur. Styrmir at Ásgeirsá er nefndr í Landnámu, og
Þórarinn spaki er ókunnr með þeirri ættfærslu, sem hér er
talin; hann er kallaðr hér Óspaks son Höskolds sonar
(dala-) Kolls sonar, og í handr. er hann kallaðr
Laxdælagoði. Þetta getr víst ekki staðist, og hefir því eftir lengri
sögunni verið breytt í Langdælagoði (sbr. Landnámu), þó

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon May 25 23:04:50 2020 (www-data) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/asmbmsaga/0004.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free