- Project Runeberg -  Eimreiðin / II. Ár, 1896 /
4

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

4

skráin 5. jan. 1874 var gefin af konunginum einum af frjálsu
full-veldi, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut i henni.
Hvernig hefði nú þetta getað átt sjer stað, ef grandvallarlögin
hefðu gilt á íslandi? Samt er engin ályktun til frá ríkisþinginu,
er veiti konunginum heimild til að gefa út lög fyrir Island, án
þess að það eigi hlut í, og þar sem engin mótmæli hafa komið
fram frá þess hálíu, þegar þetta hefur verið gert, þá sýnir það
fyllilega, að það hefur líka litið svo á, að grundvallarlögin giltu
ekki á Islandi.

I 73. gr. grundvallarlaganna er það ákvæði, að dómendum
verði ekki vikið úr embætti nema með dómi. En árið 1870 var
dómara í hinum islenzka landsyfirdómi Benedikt Sveinssyni vikið
úr embætti án dóms og laga. Hvernig hefði þetta getað átt sjer
stað, ef grundvallarlögin hefðu gilt á Islandi? En þess er þó ekki
getið, að stjórnin hafi verið látin sæta ábyrgð fyrir þetta sem brot
á grundvallarlögunum, —- náttúrlega af þvi að menn álitu, að
grundvallarlögin giltu ekki á Islandi.

En hafi nú grundvallarlögin ekki gilt á Islandi fyrir 1874, hve
nær hafa þau þá öðlazt gildi þar? Þau hafa aldrei hvorki fyr nje
síðar verið auglýst á Islandi og geta því ekki verið gildandi þar.

Að því er snertir skoðun mína á þessu er jeg svo heppilega
settur að hafa mín megin álit jafnfróðra manna sem tveggja hinna
helztu af lögfræðisprófessórum háskólans, er allir munu verða að
játa að beri fullt skyn á þessi efni, — og það er næsta liklegt, að
hinir lögfræðisprófessórarnir sjeu á sama máli og þeir. Þannig
segir prófessor Deuntzer i bók sinni »Kort Fremstiling af
Rets-systemets naynlig Privatrettens almindelige Del« (2. útg. bls. irr—
1x2):

»Á ríkisfundinum vóru fulltrúar af íslands hálfu, og grundvallarlögin 1849
vóru líka gefin fyrir ísland, en dttu ehhi aö öðlast gildi fyrri en íslendingar væru
búnir að låta uppi álit sitt á sjerstöku þingi í landinu sjálfu. paö hefur þó ekki
tetízt aö koma því í kring, aö grundvallarlögin nœöu (þar) gildi, en með lögum
2. jan. 1871 er ákveðið, hver málefni sem sjerstakleg íslenzk raál sjeu hinu
al-menna danska löggjafarvaldi óviðkomandi, og með lögum 5. jan. 1874 er gefin
þingbundin stjórnarskipun í hinum sjerstaklegu málefnum íslands.«

Enn fremur segir sjálfur kennarinn í hinum danska ríkisrjetti,
prófessor Matzen, í bók sinni »Den danske Statsforfatningsret« (I,
247) á þessa leið:

»Þegar það er frá skilið, að yfirráð þeirra rílásvalda, sem stofnsett ei’u með
grundvallarlögunum (de grundlovsmæssige Myndigheder), þannig ná til Islands,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:07 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1896/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free