- Project Runeberg -  Eimreiðin / II. Ár, 1896 /
20

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

20

margfalt öflugra en nokkur lög eða lögfræðisleg hyggjusetning.
Hamingjan veiti að þetta mætti verða sem fyrst!

Framanskráður fyrirlestur, sem auðvitað er saminn á dönsku, birtist hjer
orðrjett útlagður í sömu mvnd eins og hann var haldinn í lögfræðingafjelaginu
danska, að því einu undanskildu, að sleppt er nokkrum inngangsorðum, sem
óþarfi virtist að birta hjer.

Stjórn fjelagsins hafði — auk fjelagsmanna — boðið að hlýða á fyrirlesturinn:
ráðherra Islands og öllum embættismönnum í hinni íslenzku stjórnardeild, öllum
lögfræðisprófessórum háskólans, nokkrum ríkisþingsmönnum bæði ur landsþinginu
og fólksþinginu, öllum íslenzkum námsmönnum, eldri og yngri, og enn fremur
ýmsum merkum og þjóðkunnum mönnum öðrum. Ráðherra Islands hafði lofað
að koma á fundinn, en var lasinfi það kveld, er fyrirlesturimi fór fram, og gat
því eigi komið, en sendi fundinum kveðju sína og afsökun.

Á eptir fyrirlestrinum urðú töluverðar umræður, og hóf formaður fjelagsins
þær. Fór ræða hans nokkuð á víð og dreif eins og hann væri.í nokkrum vafa
um það, hvorum megin liann ætti að vera, en lauk máli sínu með því að mæla
fyrir minni Islands og biðja frummælanda að bera því kveðju fundarins, sem
hjer með skal gert. Næst honum tók forstjóri hinnar íslenzku stjórnardeildar
A. Dybdal til máls, og talaöi hann langt erindi og snjallt, en fremur virtist
mål-snilldin ein prýða þá ræðu, en að hún væri auðug af sannfærandi ástæðum, enda
var svo að heyra á áheyrendunum, sem honum hefði litt teldzt að sannfæra þá
um að stjórnin hefði rjett fyrir sjer. Þó var auðheyrt, að hann var ekki
óvið-búinn, heldur hafði kynnt sjer málið vel og rækilega. Næst honum talaði
lands-þingsmaður, málaflutningsmaður við hæstarjett, Octavius Hansen, og lijelt hann
og langa tölu og snjalla; talaði hann fremur hörðum orðum í garð
stjórnar-innar og mælti eindregið með því að verða við kröfum Islendinga á þann hátt,
sem frummælandi hafði farið fram á, er hann yrði að álíta mildu hyggilegra en
jarl með þremur ráðgjöfum, sem mundu kosta landið ærið ije. Gerðu
fund-armenn mikirm róm að máli hans og klöppuöu lof í lófa. Þá talaði deildarstjóri
Dybdal í annað sinn og svaraði ræðu Hansens. Því næst tók frummœlandi aptur
til mais til þess að svara því, er fram hafði komið, og lauk máli sínu með því
að mæla fyrir minni Danmerkur. Nokkrir aðrir fluttu ræður fyrir minnum og
var svo setið við drykkju langt iram á nótt í mestu sátt og samlyndi.

Því miður er ekki unnt að skýra frekar írá umræðum þessum bæði
rúms-ins vegna, en þó einkum hins, að til þess vantar heimild frá hlutaðeigandi
ræðu-mönnum, þar sem ræðurnar vóru haldnar innan vjebanda, sem íregnritum er
ekki heimilt að brjóta levfislaust.

V. G.

Hafnarlíf.

iii.

Kaupmannahöfn hefur um langan aldur verið álitinn
aðalaðseturs-staöur menningar Norðurlanda. Pað eru eigi Danir einir, er leita þangað
til að komast í kynni við menningarstraumana og auðga anda sinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:07 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1896/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free