- Project Runeberg -  Eimreiðin / II. Ár, 1896 /
31

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

31

Sigrún.

Sigrún vo tólf merkur og sjö lóð þegar hdn fæddist. Náttúran
gaf henni lífsþrána að tannfje og vonina að heimanfylgju. Pær
áttu að leiða hana milli sín yfir krappa móinn, sem liggur milli
vöggu og grafar, forða henni follum og sjá um, að hún lenti ekki
í ógöngum.

Auk þess fjekk hún að erfðum fjalþunnan skötubarðavöxt —
eins og hún hefði veríð sett í mörklemmu í öndverðu — og
ís-gráan yfirlit, eins og dauðinn hefði hellt yfir hana krapi í
skirnar-sánum. Þetta var aleiga hennar, þegar hún hóf göngu sína fram
á lífsleiðina.

Sigrún bar mjög gott traust til framtíðarinnar. Það var hennar
sterka lilið: að vona. Hún sá jafnan vonar-gull og hamingju-perlur
í svuntuskauti framtíðarinnar, sem hún bjóst við að geta
hand-samað, áður en sól liins líðandi árs gengi í vistina hjá nýjárinu.
Þó varð ávallt sú reyndin á, að Sigrún gekk jafnsnauð til hvílu
á gaml’árskveld, eins og hún haföi risið úr rekkju nýjársdaginn
næsta á undan. Hún hafði einungis lífsreynsluna upp úr
krapstr-inum.

Sigrún var líka ein í flokki þeirra mannkinda, sem jafnóðum
naga af sjer neglurnar, er þær leitast við að beygja fyrir góminn.
Sá, sem ætlar sjer að bera nokkuð verulegt úr býtum hjá
framtíð-inni, verður að vera ákaflega fmgralangur; hafa nálhvassar
rándýrs-klær á hverjum fingri og öfluga vöðva, til þess að beita klónum.
Hann þarf að eiga hvassar vígtennur í skolti. Hann má engu
færi sleppa; hann má ekki vægja fyrir neinum. Hann verður að
vera einfeldnislegur á svip, eins og lóa, slægur í hugsun, eins og
refur, öruggur til áræðis, eins og fálki, en tilfinningarlaus, eins og
hakarl. Allar þessar gáfur vantaði Sigrúnu, nema einfeldnina í
yfirbragðið. Hún sá gullið glitra í námunda, fann perlurnar
strjúkast við gómana, en hún náði engri einustu perlu, engu
ein-asta gullkorni. Svo nagaði hún neglurnar enn þá lengra en áður,
þangað til drejTði úr kviknnni.

Sigrún vann og eltist, og eltist og vann. Árin liðu, og hún
kastaði öllum hinum súru endurminningum á bak sjer, en hafði
augun stöðugt á framtíðinni og fjársjóðum hennar.

Og svona teygðist lífsþráður Sigrúnar fram úr kembulopa
til-verunnar, ýmist með hólum eða bláþráðum, hnökrum og snurðum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:07 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1896/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free