- Project Runeberg -  Eimreiðin / II. Ár, 1896 /
115

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

"5

að áður upp lesinni fyrir þeim eiðsins útþýðingu aflögðu svolátandi eið
með upprjettum fingrum opinberlega fyrir rjettinum: Jeg Jön Björnsson,
jeg Sigurður Jonsson, jeg ^orvaldur Sigurðsson, jeg Eirikur Hallgrimsson,
jeg Jón Helgason, jeg Jón Jonsson, jeg Grimur Guðmundsson og jeg
þor-geir Hallsson sver það og lofa fyrir guði almáttugum, að það, jeg verð
fyrir þessum rjetti tilspurður eptir mjer auglýstrar og hjer upplesinnar
stefnu hljóðan, skal jeg svoleiðis vitna, sem jeg veít og man rjettast og
sannast vera. Svo sannarlega hjálpi mjer gnð og hans heilaga orð. Inngaf
svo klausturhaldarinn á einum lista öll þan spursmál, eptir hverjum bann
óskar, og uppástendur, að vitnin yfirheyrist, og hljóða þau þannig.

Upp á það fyrsta spursmál svara öll vitnin sameiginlega nei, og
segja það almennilega umkvörtun fólks, aö flestir menn fái ekki í
kaup-staðnum mjöl, brauð eöur aðra kornvöru til nauðþurftar eður sem geta
betalað.

Upp á það annað spursmál svara og öll vitnin sameiginlega nei;
þau segja að sönnu, aö í 2 ár frá 1743, þá sýslumaðurinn í áliggjandi
nauðsyn og ballæristiö hafi búðirnar opnaö, hafi í þeim fundizt nokkuð
lítið af brauði, grjónum og erter, sem aungvaneigin hafi meira verið en
til að fornægja einum hálfum hrepp.

Upp á það þriðja spursmál svarast af öllum vitnum sameiginlega,
að nokkrar manneskjur hafi i pessari sýslu dáið af hungri og bjargarleysi,
en margir stórlega creperað vegna Mangel af Levneds Midler.

Upp á það fjórða spursmál svarast sjer í lagi af Eiríki Hallgrimssyni,
aö kaupmaður hafi í fyrra sumar 1752 neitað sjer um mjöl fyrir
prjón-les, er hann segist hafa begjært fyrir eina ekkju, en hafi sagt, hún
kynni að fá það, ef betalaðist i sauðum; öll vitnin bcra sameiginlega,
að það sje almennileg sögn fólks, að kaupmaður ei vilji gjarnan låta
mjöl utan fyrir sauði, þó segjast þau vita, hann haíi pað i tje látið við
nokkra fátæka menn fyrir einsamla ullarvöru.

Upp á það fimmta svara öll vitnin sameiginlega, að ei viti peir til,
að kaupmaður hafi i 3 næstliðin hörðu ár vægt fólki um betaling i sauðum
og smjöri framar en áður, heldur hafi hann tekið slikt af hvorutveggju,
sem fengið hafi.

Upp á það sjötta spursmál svara öll vitnin sameiginlega, að hjer
hafi verið mikil ekla af peningum, svo nokkrir, sem þá hafi begjært,
hafi ekkert fengið, en flestir minna en hafi begjært og getað betalað;
líka segja peir sameiginlega, að um nokkur fyrirfarandi ár, helzt til 3ja
næst umliðinna, hafi hjer verið Mangel af trjám, en hvort þau seljist
eptir kóngsins taxta, viti þeir ekki að segja; þeir sjeu ófróðir um, hversu
þeim mæli eigi háttað að vera, sem hann upp á standi.

Upp á það sjöunda spursmál svara öll vitnin sameiginlega, að það
járn, sem hingað hafi flutt verið 1746, hafi mest part verið ónýtt og
óbrúkanlegt, það hafi og selt verið fyrir vanalegan prís sem gott járn
eptir taxtanum. En margir segja þeir þvi hafi aptur skilað kaupmanninum;
enginn af vitnunum segist það kunna að bera, að þetta ódugtuga járn
hafi hjer siðan selt verið með ööru betra, jafnvel pó nokkrir fengið hafi
í bland eins illt járn, þá kunni þeir ekki að segja, það hafi verið hið sama.

Upp á það 8da svarast af öllum vitnunum sameiginlega, að ekki viti
þeir til, að neitað hafi verið um vigt á mjöli, þá begjært verið hafi,

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:07 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1896/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free