- Project Runeberg -  Eimreiðin / II. Ár, 1896 /
148

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

Það sleit þau æsku bróður-bönd,

sem bundu’ hans hug og mund,

er áður fyr á hennar hönd

hann horfði marga stund.

Hann fann það enn, hve blóðið brann,

er brosti’ ið kæra fljóð;

hann orti vísu um vanga þann,

það var hans bezta ljóð.

Nú mátti’ hún loksins heyra’ hans hjartans óð.

Og liðnum yndis-árum frá

steig ótal mynda fans,

sem hneigðist ljúft með bros á brá

að brjósti ins sæla manns;

þær hvísla í eyra hins unga sveins

þeim orðum hver um sig:

»Jeg bý við hjarta hennar eins,

því hún á líka mig;

hún elskar, elskar, elskar, elskar þig«.

Svo hugði’ hann loks á heim og tíð —

og Hóraz gamli beið;

það tókst sem fyr ið forna strið,

og fór á sömu leið.

Á sjer hann ótal augu leit,

og eins og neista fann;

það kom frá skólans sveina sveit,

er sá hver stríðið vann.

Það var enginn, enginn nema hann.

En það var annað augnaráð,

sem öðrum neistum skaut,

er gátu heitum glóðum stráð

hans greiðu sigurbraut.

Hann sagði: »Búin bernsku-synd«,

og beit á vör um leið,

sem skelfdi’ hann einhver meinleg mynd

og minni um heimskan eið.

Nei, það var ekkert — að eins vörin sveið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:07 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1896/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free