- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
153

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

53

kjassað hann og sleikt, sem væri hann hennar eiginn sonur, og að
barnunginn hafi þýðst hana og elt eins og móður sina. Þessi Rómúlus
byijaði sín miklu afreksverk með því, að drepa bró’bur sinn skilgetinn.
Þegar út leit fyrir, að kvennskortur mundi verða í hinni nýju borg, tók
hann það til bragðs, til þess að búa svo um hnútana, að bærinn gæti
náð vexti og viðgangi og liði ekki undir lok, að hann lét það boð út
ganga til allra þorpa þar í grendinni, að haldin yrði stórkostleg hátíð
í borginni, og vóru þar meðal annars sýndir hinir hryllilegu
skylminga-leikir. Meðan gestirnir, sem áttu sér einskis háttar von, höfðu ekki
augun af leiknum, ruddist sægur rómverskra unglinga inn á Sabína, gripu
hinar yngstu og fegurstu af konum þeirra og dætrum og námu þær
nauðgar brott með ofbeldi. f>að tjáði ekkert, þó foreldrar og
eigin-menn mótmæltu sterklega þessu broti á gestaréttinum. Þessi sami
Rómúlus endaði sitt heljufræga lífsskeið þannig, að hann var myrtur af
vinum sínum, eða, að því er aðrir segja, tættur í sundur í ráðhúsinu.
Víst er um það, að Rómverjar myrtu hann, og lýstu því síðan yfir, að
hann væri verndargoð borgarinnar. Þeir tignuðu þannig sem guð —
og kölluðu Kvírínus — þann mann, sem þeir gátu ekki þolað sem
konung. Sama lygin og sú, er þeir sögðu, að Rómúlus (sem þeir höfðu
myrt) hefði verið numinn upp til himins, sama lygin var, að því er
rómverskum rithöfundum segist frá, stöðugt kend Rómverjum af Númu
Pompilíus og öðrum sabínskum og etrýskum prestum. Og þessi fræðsla
var grundvöllurinn undir goðafræði þeirra. Saga Rómtílusar er í
raun-inni saga Rómaborgar 1 smærri stíl.

En þrátt fyrir þetta og margt fleira, sem með réttu má tilfæra á
móti Róm og latínunni, höfum við þó eiginlega ekki ráð á, að kasta
tungu og bókmentum Rómverja algerlega fyrir borð. Saga þeirra var
of merkileg til þess. Auk þess var mörgum ritum rubbað upp á latínu
á miðöldunum, og latnesk tunga hefir haft svo mikla og augljósa
þýð-ingu fyrir enskar bókmentir og fyrir vísindin, að enginn vel mentaður
maður getur vel komist af án hennar. f>að, sem vér því með allri
til-hlýðilegri virðingu höfum á móti, er, að gera hana að grundvelli fyrir
allri mentun, uppala lœrisveininn svo að segja á latneskri tungu, sögu
og bókmentum; að næra og laga hið viðkvæma hjarta og huga eftir
rómvcrskum hngsnnarhœtti, — að gera unglinginn þannig bæði í
ment-unarlegu og siðferðislegu tilliti þræl, reyrðan rómverskum hlekkjum, þar
sem vér, hinar frjálsbornu gotnesku þjóðir, niðjar Þórs og Oðins, ættum
að leggja hyrningarsteininn til mentunar vorrar og fá fyrstu áhrif vor
frá vorum eigín forfeðrum. Tréð á að fá næringuna frá sínum eigin
rótum; og vér Ameríkumenn erum hin yngsta og öflgasta grein af hinu
fræga gotneska tré, hinum fagra og göfuga Yggdrasil í hinni norrænu
heimssköpunarfræði; en hinar voldugu rætur þess trés liggja niður til
Engilsaxa, Norðurlandabúa og Þjóðverja. Ef við eigum að geta skilið
manninn fullkomlega, verðum við að athuga vel líf barnsins; og ef við
eigum að geta skilið sjálfa oss sem þjóð, verðum við að stunda
forn-sögu okkar og fornaldarbókmentir, og gagnkynna okkur hina
hug-myndaríku og spádómsauðgu bernsku hins tevtónska kynþáttar. . . .
Næst eftir ensku og engilsaxnesku verðum við að stunda þýzku,
mæso-gotnesku og Norðurlandamálin, og þá sérstaklega íslenzku, sem er hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free