- Project Runeberg -  Eimreiðin / VII. Ár, 1901 /
157

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

157

þetta er ensk þýðing í ljóðum af sálminum: »Alt eins og blómstrið eina«.
Þýð-ingin er mjög nákvæm, það er aðalkostur hennar. Pað væri óskandi, að
höfund-urinn léti hér eigi staðar numið. Yfirleitt farast honum þýðingar bæði úr íslenzku á
ensku og dr ensku á íslenzku mæta vel. Þær liafa allar þann mikla kost til að
bera: að vera nákvæmar. H. P.

GRÓA EÐA EDDA (»Groa eller »Oldemoder«, dramatisk Skildring fra Islands
Forfaldsperiode«) heitir skáldleikur einn nýútkominn eftir danska skáldið Hohn Hansen,
sem áður hefir ritað sögur frá Islandi (t. d. »Vikitigeblod«). Skáldleikur þessi fer
fram á 13. öld, nokkru eftir dauða Snorra Sturlusonar, þegar frelsi landsins er á
förum og er Gissur Þorvaldsson látinn koma þar fram; en annars eru allar aðrar
persónur leiksins tilbúnar og skapaðar i gervi tíðarandans, eins og höfundurinn heíir
skilið hann. Aðalpersónurnar eru á aðra hliðina Gissur og m águr hans Hólabiskup
ásamt fylgikonu hans Steingerði, og á hina fóstursonur biskups Eiríkur Skaggason og
félagar hans, sem gera uppreist og mynda harðsnúinn flokk til að verja frelsi
landsins, undir forustu Eiríks, sem neraur brott dóttur biskups Gullveigu. Leggjast þeir út
á fjöll og þar hvetur hin gamla forneskjunorn Gróa eða Edda þá til stórræðanna.
En þeir verða að lokum ofurliði bornir, Eirikur Skaggason fellur og Gullveig er
skotin eiturör í brjóstið, en nokkrir flýja af landi burt, og Gróa þylur hinar verstu
bölbænir og formælingar (eins konar »Busiubæn«) yfir Gissuri sem banamanni
þjóð-frelsisins. — Ritið ber vott um talsverða þekkingu á islenzkum bókmentum og
þjóð-sögum og ýmsar sýningar og einstök atriði eru dágóð, en annars er hugarflugið
nokkuð gandreiðarkent og mikið listagildi eða sögulegt heíir leikurinn varla. V. G.

HALLFREÐUR VANDRÆÐASKÁLD heitir annar nýr skáldleikur eftir bezta
ljóðskáld Dana Holger Drachmann. Er leikurinn i 5 þáttum og fer hinn fyrsti fram
á Islandi, annar og þriðji i Noregi, en hinn fjórði á ey einni i Grikklandshafi. Mjög
er vikið frá sögu Hallfreðar og langmestur hluti efnisins skapaður af höfundinum
sjálfum. Og því, sem þó er tekið dr sögunni, t. d. ástasambandi Hallfreðar og
Kol-finnu, breytt eftir eigin geðþótta. Yfir höfuð er leikurinn meira bygður á hugarflugi
en sögulegum grundvelli og gildi hans minna, en við hefði mátt búast af jafngóðu
skáldi og Drachmann er. En framan við leikinn er ijómandi fagurt inngangskvæði,
sem er einskonar lofsöngur um Island sem land sögunnar, dáðar og drengskapar —
og hinna voldugustu náttúruafla. Væri gaman að fá það kvæði vel þýtt á íslenzku,
jafnsnillilegt og það er. V. G.

ÞRJÚ ÍSLENZK KVÆÐI eftir Stgr. Thorsteinsson hefir frøken Cœcilia
T)wr-berg (dóttir Bergs sáluga Thorbergs landshöfðingja) þýtt á dönsku og hafa þau komið
út í myndablaðinu »Hver 8. Dag« VII, 19 (10. febr. 1901). Eru það kvæðin:
»Sofandi kystur«, »Hundaþúfan og fjallið« og »Efra og neðra«. Hafa þýðingarnar
tekist vel og þó ekki lítill vandi að þýða t. d. annað eins og »Hundaþúfan og
fjallið«. V. G.

ÍSLENDINGASÖGUR Á DÖNSKU. Bókaverzlunin »Det nordiske Forlag« i
Khöfn hefir nýiega byrjað að gefa út 3. útgáfu af hinum alkunnu þýðingum N. M.
Petersens á hinum helztu lslendingasögum (»Islændernes Færd hjemme og ude«) og
hafa þeir háskólakennararnir dócent Vemer Dahlerup og prófessor Finnur Jonsson
tekið að sér að sjá um útgáfuna, en skáldið Olaf Hansen þýðir visur þær, sem fyrir
koma i sögunum. I safni þessu eru sögurnar: Egla, Laxdæla, Njála, Gunnlaugs saga
Ormstungu, Eyrbyggja og Gretla. Á undan þýðingunni er fróðlegur inngangur eftir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:05:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1901/0169.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free