- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
29

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

29

IV.

Friðþjófur biður Ingibjargar.

Nú glymur. bragur í bjartri höll
og bragning lofa skáldin snjöll,
en frækinn gleður

ei Friðþjóf drápan, er skáldið kveður.

Og vorið kemur og grænkar grund;
nú geysa drekar um fjörð og sund;
en mæring ungur

um raarkir reikar svo hyggjuþungur.

Því skammt var liðið frá ljúfri stund,
er lofðung Háifd&n hans sótti fund,
og Helgi bistur;

þeir höfðu með sjer dáfríða systur.

Við hlið hans sat aðra hýrleit snót,
og hendur þau tengdu með ástarhót;
á svanna skærar

bann sjónir starði, svo munarkærar.

Áf hljóði þau minntust á horfna stund,
er hló við þeim bernskunnar vorsæla grund,
og marga mundu

þau munarrós, frá því er saman undu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free