- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
43

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

43

VII.

Unaðarstund Frið|>jófs.

»Þeir bræður sveitir saman draga
og sveima’ um storð að biðja’ um lið;
en eg í blíðum Baldurshaga
mjer bústað á og vopnasvið,
og gleymi sennu sjóla snjallra
óg sorg og gleði’ um foldarhring;
þá drekk eg munað Ása allra
með Ingibjörgu tvímenning.

Á meðan rósum röðull treinir
ið reginmœra himinskraut,
sem líkja má við logareioir,
er leiptra um fagurt meyjarskaut,
á meðan kyrr eg stend á ströndum
og stúrinn bíð með heita þrá,
og meyjarnafn á svölum söndum
með sverði rita til og frá.

Hve seinlát er in sæla stundin?
þú sólargoð! hvi dvelur þú,
sem sjeð ei hefðir svása lundinn
o g sund og eyjar fyrr enn nú?
Er hvergi mær í Vesturvegi,
sem væntir bráðlynd eptir þjer,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free