- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
140

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

140

XXIII.

Friðf>jófur á haugi föður síns.

»Nú kveður sólin blessuð bjarkaraðir
og bjartir geislar svífa grein frá grein;
þitt hýra auga, alda blíði faðir!
mjer endurskín í dögg sem bárurein;
nú hjúpast roða hnjúkar bláfjallaðir,
nú hríslast blóð um Baldurs fórnarstein,
nú sígur óðum hauðrið húms i kafið,
nú hnígur sól sem gullskjöldur í hafið.

Mitt æskusvið eg sjónum fyrst vil leiða,
þars sveinn eg undi fyrr með ljetta brá,
eins sætt og forðum angar blómabreiða,
á björkum kvaka sömu fuglar smá;
sem forðum dunar særund hlíðura heiða;
ó, heill sje þeim, sem aldrei þekkti sjá!
því frægð og sigri heitir hverful bára,
en hrífur oss frá stöðvum bemsku ára.

Eg man þig, fljót, sem mærum fleytir straumi!
þars móður einatt ljek eg sundi á,
og dalinn, þars í ungum ástar drauroi
eg illu heilli festi hringaná,
og bjarkir, sem í Lofnar gleymsku-glaumi
eg greypti rúnum, sem að enn má sjá,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free