- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
147

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

147

upp sædjúp friðarlind með fögnuOi’, yndi, ró;
hann þóttist flnna heimsins hjarta slá við sitt,
og feginn yilja örmum vefja allan heim
sem bróður sinn, og setja helga sátt og grið •
með öllum skepnum fyrir augsýn guðsins sj&lfs.

Nú sjer hann goðann ganga inn í Baldurshof;
ei æskufagur eins og guðinn, heldur hár
og mikill var hann — mildin himindjúpa skein
úr augura hans, en brimhvítt skegg að belti nam,
og mikil lotning gagntók Friðþjófs hetjuhug,
og arnarmynd á hetju hjálmi hneigði sig
djúpt fyrir öldnum J>ul, er flutli friðar orð.
•Velkominn sonur! vænt þín lengi hef eg hjer;
ið ramma afl opt reikar yfir lönd og hðf
likt berserk þeim, er bítur hvasst í skjaldarrönd,
en áttar sig um síðir þó og hverfur heim.
Til Jötunheima jafnan fór inn ßterki Þór,
en þótt hann megingjarðar bœri’ og Mjölni sinn,
Útgarðaloki’ er enn ei rekinn ríki frá;
ið illa sigrast ei; það afl gegn afli er.
Lik barnsins leik er gæzkan ein, ef skortir styrk;
hún er 8em sólarbros um sollinn Ægis barm —
ein ókyrr mynd, sem ðldur feykja til og frá,
sem vantar festu, vantar botn og vantar tryggð.
En skorti gæzku etur aflið sjálft sig upp
sem sverð í haugi; aflið lífsins ölæði’ er;
en glópskan liggur œ á botni bikarsins,
og drukkinn maður vaknar opt við yondan draum.
Frá Ými jötni allur styrkur kominn er,
því trylltir fossar voru allar œðar hans,

r

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0181.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free