- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M4:47

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

undrandi en hrædd, þegar hún
sá ógeðslega andlitið á Brown
birtast í gættinni. Það var
Brown að kenna að kona hans,
veitingakonan Brown, hafði lagt
fæð á hana.

,,Hvernig vogið þér yður að
sýna yður hérna?" hrópaði hún.
,,Eruð þér þjófur í þokkabót. Út
með yður, annars hringi ég".

Hann gekk rólegur inn.

,,Verið þér ekki með neina
uppgerð, góða min!" sagði hann.
,,Sáuð þér mig ekki, þegar þið
voruð að þrefa fyrir utan húsið
mitt? Ég stóð rétt fyrir aftan
bílinn, þegar þið fóruð. Ég heyrði
hvert orð. Snertið þér ekki við
bjöliunni, því að þjónninn getur
misskilið yður. Hann hendir
okk-ur þá liklega báðum út, eins og
við værum nýtízku Adam og Eva.
Auðvitað hefði ég ekkert á móti
því, skiljið þér".

Jolette datt Belaen ryrst í hug.
Hann mátti fyrir álla muni ekki
álíta, að þessi leiðindaskarfur
hefði ástæðu til þess að leyfa
sér að heimsækja hana að
nætur-þeli.

,,Hvers vegna komið þér?"
spurði hún lágum rómi. „Yður
dettur þó ekki í hug að mér hafi
snúizt hugur og að ég leyfi yður
að......"

Brown tók fram i fyrir henni:

„Ég hef háleitara mairkmið,
jómfrú góð. Ég sá yður fara i
öllum herklæðum með Oswald

Dowing í gærkvöldi. Og ég hef
lika séð yður koma heim, eftir
nokkra tíma, kápulausa, með
ó-kxmnugum mönnum í öðrum bíl,
en þér fóruð Ég leit af tilviljun
á skóna yðar — og það er þess
vegna sem ég hef veitt yður
þacnn heiður að heimsækja yður,
þó að ég viti að kerlingin bíði
mín vakandi og vitlaus. Ég vissi
að þegar öll ljós höfðu slokknað
i húsinu nema eitt, hlaut Júlía
að bíða Romeo, þar sem bláa
ljósið logaði".

„Hvað er við skóna mína að
athuga ?" spurði Jolette.

„Bíðið þér nú rólegar", sagði
Brown. „Konan min er þröngsýn
og sparsöm, svo að ég verð að
leita mér vasapeninga á bak við
tjöldin. Ætli konu Downings
þætti ekki gaman að vita af þvi
að hann fer út með stúlku
snemma kvölds, og hún kemur
heim, löngu eftir miðnætti með
nýju silfurskóna sína gatslitna".

„Þér eruð fantur og fúlmenni",,
sagði Jolette.

,,Ekki svona stór orð, vina
kær", sagði hann. „En hvað er
þ’ettá? Eru þetta ekki sjálfír
silfurskórnir ?"

Hann greip skóna upp af
gólf-inu.

,,Sko. Ég get rekið fingur í
gegnum gatið á öðrum sólanum.
En hvaða blettur er þetta á
þess-um skó? Það er blóð!"

Framhaid í næsta hefti.

HEIMILISRITIÐ

47

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free