- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:9

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Þér ljúgið!" aapti
hjúkrunar-konan.

„Sýndu þeim skófluna aftur,
Sam", sagði Abner. Eftir hverju
haldið þið að við hofum verið
að grafa, á þessum tíma
sólar-hrings, hérna í garðinum?"

Læknirinn titraði á beinunum
og var náfolur i andliti:

„Við drápum hana ekki",
emj-aði hann. „Hún dó eðlilegum
dauðdaga".

LÍKSKOÐUNIN mun leiða
það í ljós", sagði Abner. „Ég
held að þið hafið myrt hana til
fjár — 5000 dollara á mánuði,
auk þeirra peninga, sem hún
hafði með höndum".

„Nei, nei", skrækti læknirinn.
„Hún fékk hjartaslag fyrir þrem
ur mánuðum. Og hún", hann
"benti hikandi á
hjúkrunarkon-una, .... „hún stakk upp á
þessu og fékk mig á sitt mál. —
Öllum var kunnugt um sérvizku
Huldu Gowers, og engan myndi
renna grun í, að hún væri dáin,
þótt hún léti ekki sjá sig. Við
gátum innheimt vexti af þeim
peningum, sem hún hafði trúað
„Orion" fyrir. Við ætluðum
að-eins að afla nægilegra peninga
til þess að geta ferðast i burtu
og lifað sæmilegu lífi".

„Og þér og hjúkrunarkonan
grófuð svo likið i garðinum?"
sagði Abner.

„Já, næsta kvöld ......"

„Og Dorothea var hindrun,
sem ryðja þurfti úr vegi, eða
hvað ?"

„Já, hún kom inn í herbergi
frænku sinnar og sá að rúm
hennar var autt".

„Hvað funduð þið mikið af
peningum hérna, bæði hjá Doro
theu og Gowers ?"

„Haltu þér saman, fíflið þitt!"
sagði hjúkrunarkonan
hryssings-lega.

„Hvaða þýðingu hefur það?
Við erum afhjúpuð hvort sem er

...... Við fundum þrjátiu og

tvö þúsund sterlingspund og
peningarnir eru i leynihólfi þarna
á bak við myndina", sagði
lækn-irinn og benti á málverk á
veggn-um.

Abner gekk að veggnum, en sá
að hjúkrunarkonan var til alls
vís, svo að hann opnaði dyrnar
og snéri sér að varðmönnunum:

„Komið þið inn drengir", sagði
hann. „Fyrir hvern vinnið þið
hérna ?"

„Við vinnum hjá Huldu
Gow-ers", svaraði annar þeirra.

„Viljið þið vera ákærðir fyrir
að vera meðsekir um morð?"

„Nei.... hvað eigið þér við?"

„Svo er mál með vexti, að
Hulda Gowers er dáin", svaraði
Abner. „Hún hefur verið dauð
svo mánuðum skiptir. Og þessar
tvær mannfýlur hafa haft i
frammi allskyns óþokkabrögð i
þvi sambandi. Viljið þið vera
við málið riðnir? Viljið þið hljóta
ykkar part af herfanginu og slá

okkur Boyce niður ...... eða

viljið þið vera álitnir
heiðarleg-ir menn?"

-„Við viljum ekkert vera riðn-

HEIMILISRITIÐ

9

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free