- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:24

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvenær kom konan yðar
heim á sunnudaginn?

Hafið þér aldrei heyrt talað
um fólk, sem öfundar aðra,
sem eru hamingjusamir
vegna þess að því finnst það
sjálft vera út undan í lífinu?

D RÉFIÐ var nafnlaust. Hann
" langaði mest til þess að
fleygja því frá sér, en eftir dálitia
umhugsun reif hann það upp og
las. Bréfið var á þessa leið:

,,E]f þér hugsið yður vel um
— getið þér þá munað, — h,vað
klukkan var, þegar konan yðar
kom heim siðastliðið
sunnudags-kvöld ? Það get ég. Klukkan var
3 um morguninn. Vitið þér hvar
hún var? Ég get sagt yður það.
Ég get einnig sagt yður frá því,
hvað sagt er um menn, sem
treysta um of á það, sem konur
þeirra segja!"

örlitla stund stóð hann þrumu
lostinn. Svo yppti hajrn öxlum,
eins og hann væri að reyna að
losa sig við eitthvað óþægilegt.
Nei, þetta var of hlægilegt.
Ein-hver ókunnugur maður skrifar
honum bréf, þar sem hann ber
upp á konu hans svívirðilegar
sakir og svo datt honum í hug

að taka tillit til þess. Það lá
nærri að hann skammaðist síu
fyrir að láta sér detta slikt í
hug. Hann ákvað að sýna
kon-unni sinni bréfið, nú þegar, til
þess að gefa henni í skyn, að
hann væri ekki einn þeirrar
teg-undar, sem hlustuðu á
slúður-sögur.

Og hann hljóp umsvifalaust
upp stigann að hérbergisdyrum
konu sinnar.

Hann var í þann vegiun að
taka á hurðarhúninum, er
hann varð hugsandi og hikandi
andartak. Svo stakk hann
bréf-inu í vasann, reyndi að líta út
eins og ekkert væri um að vera
og gekk flautandi niður aftur.

Hann var kominn út á götu
þegar hann athugaði, að það var
alveg rétt, sem hinn ókunni
bréf-ritari skýrði frá í bréfinu.
Sið-astliðinn sunnudag hafði kona
hans ekki komið heim fyrr en
klukkan þrjú um nóttina, og hún
hafði ekki gefið neina skýringu
á því, hvar hún hafði verið.

s Nokkrum dögum síðar f’ann
hann annað nafnlaust bréf á
skrifborði sinu. Á þvi var önn-

24

/’IEIMILISRITIÐ’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0230.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free