- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:39

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þessi maður alltaf svona á fólk.
Hún vonaði að hún gæti sagt
ör-fá orð við Nan einslega. Þá gætu
þær ef til vill bruggað einhver
ráð. En á meðan Jerome horfði
á hana var eina orðið sem komst
að í hug hennar: „fangelsi".
Loks sagði hún rámrödduð:-

„Það er Iíklega ekki vert að
ónáða hann í svipinn".

Jerome hafði verið yfirþjónn i
mörg ár, og hann hafði reynt
og séð sitt af hv’erju. Ef þrír
karlmenn eiga von á tveim
stúlkum, þá biðja þeir um borð
fyrir fimm.

„Ég skal fylgja ykkur sjálfur
til kafteins O’Dowd", sagði
Jer-ome. Hann ýtti þeim
hjálpar-vana á undan sér inn í salinn
og fylgdi þeim á milli borðanna
fremur sem föngum en gestum.

VIÐ skulum ekki hanga leng
ur í þessu greni", sagði Jiggs
O’Dowd, þegar hljómsveitin hóf
nýtt danslag. Hann langaði
miklu fremur til að nota nóttina
til_ þess að’ fljúga í flugvél sinni,
en að sitja í þessum angandi og
suðandi sal.

Félagar hans tveir, kunnu
betur við sig. Charles Miller
sagði:

„Ekkert liggur á. Við
gleym-um þessu kvöldi ekki fyrst um
sinn. Við* skulum reyna að njóta
þess".

Peter Whittle, hinn
aðstoðar-maður O’Dowds, starði fram
und-an sér og sagði í hálfum
hljóð-um:

„Sjáið þið hvað er á leiðinni
til okkar ?"

Þeir beindu útiteknum og
veð-urbörðum andlitum sínum allir i
sömu áttina. Tvær hvítklæddar
stúlkur stefndu óneitanlega til
þeirra með yfirþjóninn fast á
hælum sér.

Þeir stóðu upp þegar þau stað •
næmdust við borðið.

Jerome sagði, um leið og hann
fullvissaði sig aftur um, að
borð þeirra var aðeins fyrir þrjá:

„Kafteinn O’Dov^d bjóst við
þessum dömum". Það var
dálít-ill spurnarhljómur í röddinni.

„Ja,—" sagði Jiggs dræmt og
reyndi að átta sig.

Yfirþjónninn var strangur
maður, en það fór þó ekki fram
hjá honum, að þessi unga
ljós-hærða stúlka og O’Dowd’, sem
var meðalmaður á hæð og
fimmt-án árum yngri en myndin af
honum gaf til kynna, áttu vel
saman.

Það kom glampi í hin gráu
augu O’Dowds er hann leit á
þessa aðlaðandi stúlku og sem
gaf honum ofurlitið merki með
einum fingrinum. Hann flýtti
sér að segja:

„Ja — nú auðvitað. Þetta eru
góðir kunningjar okkar. Við
höfum verið að leita að þeim í
allt kvöld".

„Við bjuggumst við ykkur
þremur", sagði Peter Whittle.
„Hvar er stúlkan mín?"

Jerome hneigði sig og gaf
þjóni bendingu um að fara að

HEIMILISRITIÐ bl

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free