- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M6:41

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

okkar, sem þið vilduð að við
fengjum ekki".

Hann sneri sér^að Whittle.

,,Farðu og simaðu þangað, sem
þær segjast hafa farið og spurðu
hvort nokkur skilaboð séu til
okkar".

ÞAU sátu nokkra stund
þög-ul. Charles og Nan kunnu
auðsjáanlega vel við sig og
höfðu fært sig nær hvort öðru.

O’Dowd bauð Vivi sígarettu.
Hún neitaði kuldalega. Eftir
litla umhugsun ákvað hann að
ieykja c!.H heldur.

Whittle kom innan skamms
aftur, stuttur og gildvaxinn.
Hann tilkynnti að allt væri rétt
sem þær hefðu sagt.

„Já, en ég skil ekki hvernig í
þessu liggur", sagði O’Dowd og
leit á Vivi.

,,Ég skammast mín ekkert
fyr-ir orsökina", sagði Vivi. „Við
höfum aldrei komið til New York
fyrr. Okkur langaði til þess að
sjá hvernig næturklúbbar lita út,
allt þetta", og hún benti á
hljómsveitina og alla dýrðina í
Fortune-klúbbnum.

„Hvaðan eruð þið?"

„Frá Kansas. Við vinnum í
Washington. Stúlkur, sem eru
herralausar, fá ekki inngöngu á
þessa skemmtistaði. Við höfðum
enga karlmenn til þess að fylgja
okkur, svo að okkur datt í hug
að nefna nafn yðar. Við lásum
um yður i blöðunum i morgun".

Nan bætti við hljóðlátlega:
„Við erum hálf einmana".

„Einmana?" endutók O’Dowd
og leit á Vivi. „Voruð þið ein •
mana,?" Hann skildi þetta
hug-tak vel. Það er einmanalegt
þeg-ar maður finnur dauðann í
ná-vist sinni. Hann liugleiddi
að-stæðuniar andartak og sá í
anda þessar tvær stúlkur ganga
um borgina og skreppa inn í
næturklúbbana, eins og krakkar
inn i brauðabúðir — snuðra þar
og stökkva svo í burtu.

„Vitið þið það strákar", sagði
hann, ,,að mér finnst þessar
ungu stúlkur verðskulda
ótví-rætt þakklæti okkar fyrir að hafa
haft uppi á okkur. Ég held að
við ættum að drekka þeiri þakk
f.rskál i kamjavíni".

„Kampavín!" hrópaði Whittle.
„Veltið þið tunnunni inn".

Charles hallaði sér að Nur. og
hvíslaði:

Ég ætla ekki að þakka yður.
Eg ætla að þakka stjörnunum.
mínum fyrir að aeada þig til
mín".

,,£>ið meinið", sagði Vivi
tindr-andi eins og logandi eldspíta í
niðamyrkri, „að þið séuð að
bjóða okkur upp á kampavín?"

„Kafteinn Jiggs O’Dowd,
laut-inant Whittle og lautinant Miller
bjóða ykkur hér með hátíðlega
að fá ykkur bita úr mal sínum
og sopa úr ferðapela sínum".

„Og við þiggjum það!"
svar-aði Vivi og réði sér ekki fyrir
gleði. „Við þiggjum það
hik-laust".

* * *

HEIMILISRITIÐ

t

41

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free