- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:24

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

@eiícM c

SMÁSAGA um rifrildi milli
kin-verskra hjóna, eftir PEARL S. BUCK

MAÐURINN horfði gremjulega
í kring um sig á
mannþyrping-una, sem safnazt hafði umhverfis
hann á hinni þröngu götu
kaup-túnsins, skammt frá húsi hans.
Þarna stóðu nágrannarnir —
eitt-hvað þrjátiu til fjörutíu karlar
og konur, þegjandi en
forvitnis-legir í þyrpingu utan um hann og
konu hans. Lítil börn, hálfnakin
í sumarsólinni, tróðu sér á milli
fólksins, nær miðdeplinum, þar
sem hjónin stóðu, því að þau
vildu fyrir al’.n v u.ni fylgjast vel
með deilunni. .ourinn kærði sig
ekki um að líta á hina grátandi
konu sína. Hann var í versta
skapi. Allt í einu tók hann eftir
því, að eitt af börnum hans var
á meðal hinna í
mann-þvögunni, átta eða níu ára
gam-all strákur. Já, og þarna voru
líka tvö yngstu börnin hans. Þau
störðu öll á foreldra sína
stein-hissa.

Nú missti hann alveg
þolin-mæðina. Lengi gat vont versnað.
Síðustu dagana hafði konan
sí-fellt grátið og jagast og
brígsl-að honum undir rós um allar

vammir og skammir, án þess að

\

24

tala hreint út úr pokanum. Nú
rak hann upp öskur, stökk að
syni sinum, sló hann utan undir
og æpti:

„Snautaðu heim, hvolpurinn
þinn!"

Barnið fór að háöskra og
nudd-aði vesældarlega höggstaðinn, í
þeirri vissu að fólkið kenndi i
brjóst um haryi. Þá heyrðist rödd
konunnar, og orðin blönduðust
saman við grátkviður hennar.
Hún snéri grátbólgnu andlitinu
til skiptis að þeim, sem næstir
henni stóðu.

„Þarna sjáið þið sjálf — svona
er hann einmitt orðinn upp á
síðkastið!"

Fólkið starði steinþegjandi á
manninn. Það hafði heyrt alla
orðasennuna; ásakanir kommnar
og þyrkingsleg svör mannsins.
Storminn hafði lægt í bili, en
óveðursský voru á himni og
mað-urinn vissi að allra veðra var
von. Hann leit niður á berar,
beinastórar fæturnar og fór að
bæra tærnar fram og aftur í
göturykinu. Rykið vakti hann til
umhugsunar um skrælþurra akr-

HEIMILISRITIÖ

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0366.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free