- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:47

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um að för sín hefði borið lítinn
árangur.

Næstu daga frétti hún viða
frá söguna um Galdie og grun
þami sem á henni hvíldi. f

Hún var stödd inni i pósthúsi,
þegar fröken Wetherby gaf sig á
tal við hana. „Þær gáfu henni
skrifleg meðmæli", sagði hún
„og hæla henni fyrir
myndar-skap, en minnast hvergi á að
hún sé ráðvönd — það sem
mestu máli skiptir. Henni veitist
erfitt að fá atvinnu framvegis.
En verra verður fyrir þær að
fá nýja stúlku. Og spá mín er
sú að þessi ímyndunarveika
Em-ily neyðist til að fara á fætur
vegna skorts á þjónustufólki".

Þorpsbúarnir áttu ekki orð til
af undrun, þegar það vitnaðist,
að Skinnersysturnar höfðu
feng-ið nýja vinnukonu með
að-stoð ráðningarskrifstofu. Og það
fylgdi sögunni, að stúlkan væri
eins fullkomin eins og frekast
væri hægt að krefjast. Hún kaus
að búa í sveit — það var
þess-vegna sem hún vistaðist í Old
höll og réði sig fyrir lægri laun
en Gladie. Hún hét Mary
Higg-ins, heiðvirð stúlka að sjá og
þokkalega klædd. Hún virtist
kunna prýðilega við sig.

ÞEGAR fröken Marple kom
næst í heimsókn til Oldhallar,
opnaði Mary Higgins fyrir henni.
Hún var á að gizka fertug,
dökk-hærð og vel greidd, rjóð í
kinn-um klædd svörtum kjól með

hreinni hvítri svuntu og hárskýlu.

Lavinia var á þönum venju
fremur, en spjallaði þó við
Marple um væntanlega
hluta-veltu til ágóða fyrir kirkjuna —
og um nýju þjónustustúlkuna.

„Mary er alveg óborganleg",
sagði hún. „Ég get ekki
nógsam-lega þakkað mér fyrir að við
skyldum taka þá ákvörðun að
láta hina stúlkuna fara. Max’y
matreiðir ágætlega, allt er hreint
og fágað hjá henni — og hún
snýr rúmdýnunum við á hverjum

degi. Svo er hún líka alveg
ynd-isleg við Emily!"

Marple spurðist fyrir um
líð-an hennar.

„Ó, vesalingurinn, hún er ó •
sköp bág upp á síðkastið. Og
það er oft erfitt að gera henni
til hæfis, þó að hún geti
auð-vitað ekki að því gert. Hún
bið-ur um vissan mat og þegar búið
er að elda hann, segist hún ekki
hafa lyst á honum strax — sn
biður svo kannske um hann
eft-ir hálftíma. Þetta skapar
auð-vitað mikla fyrirhöfn, en til
allrar hamingju tekur Mary
þessu vel. Hún segist skilja þetta
því að hún hafi áður umgengizt
sjúklinga. Það er munur að hafa
svona stúlku, eða einhverja
selpu-gálu".

„Kæra mín", sagði Marple.
„Þér eruð í sannleika sagt
gæfu-samar".

„Já satt að segja finnst mér
næstum eins og Mary sé af guði
send".

102 HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0389.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free