- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M9:51

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

„Nú, jæja", sagði Slack og var
mú aftur kominn í jafnvægi.
„Sannarlega stend ég í mikilli
þakkarskuld við yður. Við
skul-um senda fingraförin til Scotland
Yard og sjá hvað setur".

ÞAU þögðu litla stund. Marple
hallaði svolitið luidir flatt og
vírti Slack vandlega fyrir sér.

„Þér misvirðið það ekki við
mig, þótt ég komi með þá tillögu,
að umhverfið verði athugað
dálít-ið nánar, áður en Iengra er
iar-ið?"

„Hvað eigið þér við, fröken
Marple?"

„Það er mjög erfitt að skýra
það í fljótu bragði. Ég varð
dá-lítið undrandi þegar ég frétti, að
Skinnersysturnar sögðu Gladie
upp. Ég var sannfærð um að
hún hafði ekki snert menið. En
hinsvegar fór ég að velta þvi
fyrir mér, hvers vegna þær báru
henni það á brýn, að hún hefði
ætlað að stela þvi. Systurnar eru
langt frá því að vera
grunn-hygg&ar. Hvers vegna
kappkost-uðu þær að losna við duglega
stúlku, þegar mjög erfitt var að
fá hjálparstúlkur ? Þetta fánnst
mér einkennilegt og það sem er
einkennilegt vekur mig til
um-hugsunar. Eftir langa yfirvegun
tók ég eftir öðru einkennilegu —
ímyndunarveiki Emilys. Hún er
sem sé sú eina, sem ég hef heyrt
getið um að gangi með þann
krankleika, sem ekki er hænd að
læknum".

„Ég sé ekkert grunsamlegt við
þetta allt", sagði Slack og reyndi
að byrgja niður geispa.

„En mér finnst systurnar vera
einkennilegar", hélt Marple
á-fram. „Emily hggur nætur og
daga í hálfmyrku herbergi. Og
ef hún hefur ekki hárkollu, skal
ég hundur heita! Og — hvað ég
vildi segja — það er vel hægt
fyrir magra, föla, hæruskotna
vælandi konu, að vera dökkhærð,
kinnarjóð og þrifaleg. Og mér
hefur ekki tekizt að hafa upp á
nokkrum manni, sem sá Mary
Higgins og Emily Skinners á
einum og sama tíma! Emily
hef-ur haft góðan tíma til þess að
undirbúa innbrotin — og svo
her-ur þurft að losna við
vinnukon-una, sem átti heima i héraðinu.
Mary Higgins hverfur svo eina
nóttina og himinn og jörð eru
sett á hreyfingu til að leita að
henni!"

Marple tók sér stutta
mál-hvild, en hélt svo áfram.

„Ég skal segja yður, hvar hún
er. Hún liggur í rúminu hennar
Emily Skinners í Oldhöllinni. Þér
skuluð sanna til, ef þér fáið
fingraför hennai-. Skinnersysturn
ar eru slungnir þjófar — það eru
þær. Og ég geri ráð fyrir að
þær hafi öll nýtízku verkfæri.
En í þetta sinn skulu þær ekki
sleppa. Ég ætla ekki að láta pær
eyðileggja mannorð ráðvandrar
og góðrar stúlku hérna i
þorp-inu, á þann hátt sem þær ætluðu

HBíMILISRIKW

51

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0393.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free