- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:26

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

avo þurrlega og fór ásarnt félaga
sínum. Við Tess gengum yfir á
Hótel Continental og fengum þar
geysistórt herbergi. Á morgun
byrja ég nýjan kapítula.

Berlín, 26. ágúst.

Knickerbocker segir mér, að
N Dorothy Thompson hafi lagt af
stað frá járnbrautarstöðinni við
Friedrichstrasse skömmu áður en
við komum í fyrradag. Henni
hafði verið veittur sólarhrings
frestur til að hypja sig úr landi.
Þar var Putzi Hanfstángl
auðsjá-anlega að verki. ílann gat ekki
fyr-irgefið bók hennar, Ég sá Ilitler,
þar sem hún vanmetur hann að
vísu hrapallega. Knick hefur
sjálf-ur ótrygga aðstiöðu hér, eflaust
vegna þess, sem hann hefur
skrif-að fyrr og síðar. Göbbels var áður
vinveittur honum, en hefur nú lagt
fæð á hann. Hann ætlar að fara og
finna Hcarst út af þessu í Bad
Nanheim eftir einn eða tvo daga.

Berlín, 2. septcmber.

Ég þjáist af vondu
þunglyndis-kasti. Ég sakna lýðveldisáranna í
hinni gömlu Berlín með
áhyggju-leysi borgarinnar og frjálsan
menn-ingarbrag, sakna Iokkastuttu
stúlknanna orðhvötu og piltanna,
sama hvort þeir voru með
snoð-koll eða síðhærðir, sem voru fúsir
að vaka liðlanga nóttina og
kapp-ræða um hvað sem var, af skarp-

lcika og ákafa. Þetta óaflátanleg«.
„Heil Hitler" og tilheyrandi
hæla-skellir, stakkbrúnar stormsveitir og
S. S. varðsveitir í svörtum
síðkáp-um skálmandi fram og aftur um
göturnar, allt þetta ergir mig. Þó
segja þeir, sem hafa verið hér
leng-ur, að miklu færri brúnstakkar
sjá-ist nú en fyrir hreinsunina. Gillie,^
sem var hér áður fréttaritari Morn-’
ing Post, en er nú í París, er þó
svo skynvilltur, að hann eyðir hér
nokkru af leyfi sínu. Við höfum
nokkrum sinnum gengið út saman,
og tvisvar sinnum orðið að
skjót-ast inn í búðir til þess að sleppa
við annað hvort, að hylla fána
ein-hverrar S. A. eða S. S. fylkingar,
sem við mættum, eða eiga á hættu
að% vera barðir til óbóta. Fyrir
þrem dögum bauð Gillie mér til
hádegisverðar í matsöluhúsi
neð-erlega í Friedrichstrasse. Er við
komum út þaðan, benti hann mér
á byggingu nokkra og sagði, að
árinu -áðurj hefði oft mátt heyra
þaðan neyðaróp Gyðinga, sem
voru kvaldir þar. Eg tók eftir
merki nokkru. Þar var enn
aðal-aðsctur nokkurra S. A. sveita. Tess
reyndi að hressa mig upp með því
að fá mig með sér í dýragarðinn í
gær. Veðrið var hlýtt og yndislegt,
og þegar við höfðum horft nægju
okkar á fílana og apana, snæddum
við hádegisverð á skuggsælum
veggsvölum á matsöluhúsi þar.
Heimsótti síðan sendihcrrann, pró-

26

WEiMiLrsRmB

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0436.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free