- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
45

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 45 —
HEIÐLÓAR-KVÆÐI.

Snemma lóan litla í
lofti bláu „dírrindí"
undir sólu syngur:
„Lofið gæzku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.

Ég á bú í berja-mó,
börnin smá, í kyrð og ró,
heima í hreiðri bíða;
mata eg þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða."

Lóan heim úr lofti flaug
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast unga smá. —
— Alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu!

SAKNAÐAR-LJÓÐ.

Þá var eg ungur,
er unnir luku
föður-augum
fyrir mér saman;
man eg þó missi
minn í heimi
fyrstan og sárstan,
er mér faðir hvarf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free