- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
61

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 61 —

Þá mun sjón verða að sjá,

hvernig hirðinum hjá

þar í haganum sauða þrífst fjöldinn;

þá mun riðið í lund

til að stytta sér stund,

þá mun staupunum glamrað á kvöldin.

Farðu glaður af stað,

leiði gæfan í hlað

þig á Glólundar hagsæla inni.

Vertu, Þorgeir vor, sæll!

vertu, vinur vor, sæll!

Þetta veri vort skilnaðarminni.

Hafðu þökk fyrir allt,

er þú varst oss ávalt!

Nú mun vandhæfi slíkan að finna.

Veiti hamingjan þér

það, sem hugsum nú vér,

góði hugljúfinn bræðranna þinna!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free