- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
102

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 102 —

Það var Jón Sighvatsson,
sofnaði prúðmenni;
gekk hann til grafar
í góðri elli;

geymd verður minning
göfugs stórbónda
í blessun hjá börnum
búanda lands.

Menjar skulu
merkis-mannsins frábæra
lifa og blómgast
í landi voru;
dáðar og dugnaðar,
dyggðar hvers konar,
frægðar og frama
fyrirmynd hann var.

Stríð er starf vort
í stundar-heimi,
berjumst því og búumst
við betri dögum.
Sefur ei og sefur ei
í sortanum grafar
sálin, — í sælu
sést hún enn að morgni.

SÉRA ÞORSTEINN HELGASON.

Hvarma skúrir harmurinn sári
harðar æsti, minnst er varði;
vakna þeir ei, en sitja og sakna,
segjast ei skilja, hvað drottinn vilji;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free