- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
229

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 229 —

hefðirðu þá heyrt og séð ’ann,
hvernig ertnin úr honum skein;
ég hef orðið ögn of sein,
og svo skvetti hann á mig.
Illur lækur! eftirleiðis
eg skal muna þig.

Lækur fer um lautardrag, —
leikur sér að væta meyna,
þegar hún stígur þar á steina;
það er fallegt háttalag!
Ég fer ekkert út í dag,
uni, móðir góð! hjá þér.
Vertu óhrædd, eftirleiðis
eg skal gá að mér.

ÉG VIL KYSSA!

EFTIR ADELBERT von CHAMISSO.

Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
Vel eg mér hið vænsta hnoss, —
vinur! gef mér lítinn koss!
Ber eg handa báðum oss
blíða gjöf á vörum mínum.
Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!

Leikur kossa lipur er,
lætur þeim, er á kann halda,
listin sú ei leiðist mér,
leikur kossa fimur er,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0239.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free