- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
331

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 331 —

staðaskóla 1818, cand. juris 1827. Er hér var komið, hafði hann
verið ritari við skjalasafn konungs 5 ár og nýlega (11. Apríl)
fengið Borgarfjarðarsýslu. Áður en hann fór heim, héldu
ís-lenzkir stúdentar í Höfn honum þetta kveðjusamsæti, svo sem
siður var til. — Halldór bjó í Höfn í Melasveit og þar dó hann
23. Nóvember 1846.

Bls. U. — UM HANA SYSTUR MÍNA. — Frumpr. í Fjölni,
IX., 21, í „Grasaferðinni" (sjá bls. 278 hér fyrir aftan). Sbr.
aths. við næsta kvæði á eftir. —- í 2. útg. er þessi aths. um þetta
kvæði, bls. 390: „Sumir segja, að Jónas hafi ort það kvæði í
æsku, en engin sönnun er fyrir því". — Jónas átti tvær systur,
Rannveigu og Onnu; hafi hann gert þessar vísur um aðra-hvora
þeirra, er líklegra, að hann hafi gert þær um Önnu, og þá helzt
heima á Steinsstöðum sumarið 1828, en vísusnar bera engin
merki þess, og bragarhátturinn, sem er spánskur (redondilla),
mælir heldur á móti því, og jafnframt verður það mjög
ólík-legt, að hann hafi kveðið þetta smákvæði í æsku. — Til er býzk
útlegging af því, gerð af J. C. Poestion (Isl. Dichter der
Neu-zeit, 377) og önnur dönsk, eftir Olaf Hansen (Til Fjælds efter
Mos, Kh. 1927, bls. 30.). — Lag er ekki kunnugt.

Bls. 45. — HEIÐLÓAR-KVÆÐI. — Frumpr. í Fjölni, II.,

II., 28 og aftur, í „Grasaferðinni", í IX., 21—22. Þar sem II.
árg. af Fjölni kom út 1836 og þetta kvæði er þar, eru líkur til,
að „Grasaferðin" og hin kvæðin í henni (sbr. bls. 275—79) séu
ekki yngri. — Kvæðið hefir verið lagt út á þýzku af J. C.
Poestion (Eislandblüten, 45), á dönsku af Margr. Løbner Jørgensen
(Til Fjælds efter Mos, Kh. 1927, bls. 30) og á ensku af W.
Kirkconnel (Icel. Verse, 134).

Bls. U5—U8. — SAKNAÐAR-LJÓÐ. — Frumpr. i Fjölni,

III., 3—4 (1837). — Allur síðari hluti kvæðisins er um frænda
Jónasar, Skafta Tímóteus Stefánsson, sem drukknaði í
Holmens-kanal i Höfn 9. April 1836. Er auðséð af því (sbr. einnig 4. er.
og aths. i 2. útg., bls. 391), að kvæðið er ort skömmu síðar.

Í 1.—3. er. minnist Jónas föður síns og fráfalls hans. Frá
bví er skýrt í ævisögu Jónasar, V. b., bls. VIII og XXIII—-XXIV.
I 5. er. á Jónas við Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum. Hann dó
sama daginn og Jónas fór af landi burt, 23. Ág. 1832. Jónas gekk
heim til hans, að kveðja hann, áður en hann fór um borð um
morguninn, en Lárus andaðist um hádegi. Var hann þá 24 ára
að aldri. Hann var talinn mikill gáfumaður og vel hagmæltur;
orti jafnvel einnig á latínu og ensku. Þeir Jónas voru
skólabræð-ur og miklir vinir; Lárus nokkru eldri og útskrifaður 2 árum
fyr en Jónas. Hann stundaði guðfræði við háskólann, en fékk

KIT J. HALLGK. X.

22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free