- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
355

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 355 —

pr. i Fjölni, VI., 9—10, neðanmáls, svo sem athugasemd við
kvæðið „Alþing hið nýja" (sjá bls. 79—81), fyrirsagnarlaust.
Lesið fyrst á fundi í Fjölnisfélagi 12. Apríl 1843, og er skýrt
þannig frá því í fundabókinni (sjá Eimr., 32. ár, bls. 361):
„Forseti las upp tvö kvæði, er hann hafði tekið utan fundar, :if
því þörfin var svo bráð; annað var nokkurs konar nóta við
nl-þingiskvæðið; kvaðst Jónas, eins og nú væri komið, ekki geta
látið fyrra kvæðið fara frá sér viðbótarlaust"; o. s. frv.
Kvæð-ið er sett hér eins og það er í Fjölni, nema að þvi leyti, að sett
er „þennan" f. „þenna" í 2. er. 5. 1., og orðinu „að" á eftir „sem"
í næst-síðustu 1. er sleppt, eins< og í 3. útg.

Kvæðið er orðið til vegna tilskipunar konungs um albing
8. Marz, rúmum mánuði áður en fundur þessi var í Fjölnisfél.
Tilskipunin er í Lovsaml. f. Isl., XII., 469—525. í 2. gr. var bar
ákvæði um, að á alþingi skyldu eiga sæti 20 þjóðkjörnir
þing-menn, 1 fyrir hvert lögsagnarumdæmi, og allt að 6
konungkjörn-ir, og í 40. gr. var ákveðið, að alþingi skyldi fyrst um sinn
hald-ið í Reykjavik. Vakti tilskipunin megna gremju, ekki sízt hjá
Fjölnismönnum, eins og kvæðið ber með sér og e. fr. grein
Brynjólfs Péturssonar í Fjölni, VII., 110 o. frv.*) — 2. er., 2. i.,
„fjórtán manns" o. s. frv.; Jónas virðist eiga við, að svo geti
farið, að einir 14 menn, er væru í meiri hluta á alþingi (14 á
móti 12), gætu ráðið niðurlögum þjóðarviljans; 5. 1., „þeir sem
að hittu á þennan veg" o. s. frv.; embættismannanefndin í
Reykjavik, er ráðgaðist um alþingismálið samkvæmt
fyrirmæl-um konungs, sbr. bls. 345, varð öll ásátt um, „að bað mundi
nóg", að þjóðkjörnir þingmenn yrðu 20 og konungkjörnir 6 (sbr.
Tið. fr. nefndarf. 1841, bls. 13). Var þetta álit nefndarinnar
mörgum mikil vonbrigði, einkum þjóðræknum íslendingum í
Höfn, er allir vildu hafa meira en helmingi fleiri (42)
þjóð-kjörna þingmenn".**) — 6. 1., „sigldir" voru nefndarmenn ailir
(sbr. Tíð. fr. nefndarf. 1839, bls. 13—14).

Bls. 118—120. — KVEÐJA TIL UPPSALAFUNDARINS
1843. — Frumpr. í skýrslunni um fundinn, „Beretning om
Stu-dentertoget til Uppsala i Juni Maaned 1843. Kbh. 1844". Tekið
eftir henni í 1. útg., sem farið er eftir hér. — II. er. er átt við
Völuspå; 1.—2. 1. er úr henni. — Uppsalir standa við Fýrisá
(2. er.). — 3. er. var í fyrstu í kvæðinu um „Alþing hið nýja",
að nokkru leyti, sjá aths. við það kvæði hér að framan, bls. 341.
Oðinshæð (8. er.) er einn hinna fornu konungahauga, üem eru

*) Sbr. e. fr. ævis. J. Sig., II., 164—83 (einkum).

**) Sbr. e. fr. ævis. J. Sig., II., 143—63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0365.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free