- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
384

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 884 —

verið veitt Skaftafellssýsla 9. Apríl 1844, og skrifaði hann
Jón-asi það til Sóreyjar daginn eftir, en 21. s. m. skrifaði hann
honum aftur og sagði, að konungur hefði nokkrum dögum síðar sett
sig fulltrúa í rentukammerinu, svo að ekki yrði af heimferð.*)
Kvæðið er því ort um miðjan Apríl 1844. -— Fyrirsögnin er höfð
hér eins og hún er í hreinritaða ehr.; í frumr. er fyrir ofan 1. er.
fyrirsögnin: „Fyri skál Brynjólfs sýslumanns Péturssonar".
Neð-ar á blaðið eru sett nöfnin: „Vesturför, eður Kaupfarar-skál";
síðara nafnið undirstrikað. Fyrir ofan 1. er. í hreinr. ehr. hefir
Jónas skrifað „Tón:", ætlað að setja lagboðann. — En við þetta
(og síðasta) kvæði eru til alþekkt lög. — II. útg. er kvæðið
kallað „Ein spáný og gamansöm bindindiskviða"; stafar
orða-breytingin eflaust frá útgeföndunum, sem vildu ekki hafa nafnið
„—vísa". Sömu fyrirsögn er haldið í 2.—3. útg.**) — Brynjólfur

0. fl. Fjölnismenn stofnuðu bindindisfélag í Höfn 9. Sept. 1843.
Brynjólfur var nú formaður og Jónas var genginn í félagið.
Nú átti að fara að prenta i Fjölni skýrslu um þessa
bindindis-hreyfing. Sjá Fjölni 7. árg., 1844, bls. 32—70, og Fundab.
Fjöln-isfél., Eimr., 33. ár, bls. 87—89; e. fr. bréf Jónasar, II. ’b., ’bls.
176 og 182, Bindindisfræði eftir séra Magnús Jonsson í Laufási,
Akureyri 1884, bls. 181—88 o. s. frv., og Eimr., 21. ár, bls. 158.

í 1. er., 3. 1., er „tilsýndar" i frumr., f. „mannsauga". Orðin
„ekkert af neinu" i 4. 1. eru undirstrikuð i báðum ehr.; sbr. 2.

1. í 3. er., orðin „sem til var"; þau eru einnig undirstrikuð. í
5. er., 3. 1., er i frumr. „pyttlunum" f. „vestkútnum" og í 4. 1.
„þess höfðingja" f. „svo höfðingjans".

Bls. 178. — ÓLUND 2 OG ÓLUND 3 OG 15 ERU NÚ. —
Ehr. í K. G. 31 a, frumr. á lausu blaði (st. 21,3 x 13,5 cm). —
Uppskr. í J. S. 129, fol., meðal annara kvæða, sem sleppt hefir
verið að taka í 1. útg. — I frumr. hefir J. fyrst haft 3. 1. í 1.
er. svona: „skreytir faldi sköruglig", en breytt þvi; í 4. 1. hefir
hann fyrst skrifað „hitta", en breytt því sömuleiðis (i „kyssa").

Kvæðið er eins konar skopstæling eftir kvæði Gríms
Þor-grimssonar (Thomsens), „Ólund", sem var prentað í Fjölni 1844,

*) Brynjólfur var skipaður fulltrúi ári síðar (25. Aprll 1845).
Hélt hann því embætti, unz hann var skipaíiur forstöðumaður
hinn-ar ísl. stjórnardeildar, 10. Nóv. 1848, er hún var stofnsett.

**) í atlis. í 2. útg., bls. 393, er þafi haft eftir Páli Melsted, aö
kvæöið „sje orkt til Brynjúlfs Benediktssonar (sic) í Flatey, þegar
Jónas kom stðast þangaS", en aðrir álíti, ,,að það sé til Brynjúlfs
Péturssonar’-. Handritin taka hér af allan vafa; en þetta ber vott
um, aC útgef. 2. útg. hafi ekki athugaö vel ljóðahandrit Jónasar,
þau er KonráS Gislason átti og þeir vissu af (sbr. bls. IV í
for-mölanum). — En t Flatey kom Jónas aldrei.



<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0394.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free