- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
408

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 408 —

bls. i sama smáhefti og „Sýn" hér á undan. — „Lemuribus.
sacrum", þ. e.: helgað öndum framliðinna, eða því um likt.
—-„Hann" i 3. 1. aftast, þ. e. „Geir", sögupersónan, sem virðist
eiga að vera höfundurinn sjálfur. Kynni Jónas að hafa gefið
sögupersónunni þetta nafn. En þess er þó vert að geta, að einn
af bekkjarbræðrum Jónasar var Geir Jonsson Bachmann. Hann
útskrifaðist næsta vor, b- e. 1827. — Varð prestur, síðast í
Mikla-holti; d. 1886.

Milli þessara tveggja smásagna í þessu hefti af „Iris" er
lítill sögukafli, sem naumast er eftir Jónas, enda skrifaður með
frábrugðinni rithendi, bleki og penna. Hann heitir „Rekumaki"..
— Aftast i heftinu, á eftir „Lemuribus sacrum", er
greinar-kornið „Dýranna meðhöndlan", sjá II. b., bls. 203. Virðist það
vera eftir Jónas, skrifað með hans hendi, en þó ekki allt eins.

Bls. 26U—265. — SKEMMUÞJÓFURINN. — Söguna hefir
Jónas gert i skóla. — Gamanvísurnar, sem getið er í athgr., eru
hér á bls. 154—155. — „Stjarnan", þ. e. sjöstjarnan;
kvöld-vakan var miðuð við hana. — „Rekja af", nefnil. vefjarslöngu
af rakgrind. „Sgr.", þ. e. signor, algengur titill áður, sbr. herra;
var hafður um hreppstjóra, umboðsmenn („administratora") og
helztu bændur. — Sbr. e. fr. aths. við bréf Jónasar til Tómasar
Sæmundssonar, II. b., bls. 3—5., viðv. nöfnunum á
sögupersón-unum. E. fr. Bréf Tómasar Sæmundssonar, bls. 48; þar er
nafn-ið á þjófnum „Guðbrandur".

Skyldi hún ekki vera búin til eftir þessari sögu, sagan um
lögregluþjóninn, sem tók höndum mann fyrir óspektir á
götun-um og sagði síðan við hann: „Biddu hérna, maður minn,
með-an ég sæki handjárnin" — ?

Bls. 266. — BROT ÚR GAMANLEIK. — Ehr. á smáörk
(st. 13,5 X 9 cm) í Bmf. 13, fol. Það, sem verið hefir fyrir
fram-an þetta, hefir týnzt, en neðri hluti 3. bls. er auður og öll 4..
bls, — Er sennilega skrifað um 1831. — „Séra Bessi"; sbr.
vis-una á bls. 164.

Bls. 266—281. — GRASAFERÐ. — Frumpr. i Fjölni, IX.,
9—24 (1847). Ehr. af þessari sögu og fleira, sem þar er prentað,
er nú týnt. ■— Utgef. hafa búið til nafnið; þeir geta þess nm., sið
Jónas hafi „ekki sjálfur gefið þessu broti neitt nafn, svo menn
viti". — Þeir hafa kallað þetta „brot". Ekkert virðist þó vanta,
nema ef til vill örlitið aftan-af. — f 2. útg., bls. XIX, er sagt, a&
Jónas muni hafa ritað „Grasaferðina" um 1836. Það er liklega
byggt á því, að annað frumsamda kvæðið, sem er hér á bls.
278—279, kom út í Fjölni það ár, II., 28. Sbr. e. fr. aths. við<
það kvæði og kvæðið „Um hana systur mína", bls. 331.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0418.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free