- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
155

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 155 —

J>ær eru til; ég verð ekki mjög lengi að halda á þeim
og skal þá senda þær til baka um leið og ég bið um
meira. Svo sárríður mér enn fremur á að fá
annál-ana, sem ég veit búið er að prenta, þótt þeir séu ekki
komnir til útbýtingar; ég verð feginn, þó það væri
ekki nema korrektúru-arkir, því það sparar mér ferð
til Hafnar. Ef þér skylduð eiga tal við major Olsen,
þá biðjið þér hann að minnast mín með kortið og
þau data, sem hann hefir lofað mér; annars hefi ég
sett Jón Sigurðsson út á hann. Fragtmaður héðan frá
Sórey kemur til Kaupmh. í hverri miðri viku og
hefir aðsetur í Knapstedgaard. Með honum er óhætt að
.senda hvað sem vera skal, ef vel er um búið.

Með ást og virðingu

J. Hallgrimsson.

TIL JÓNS SIGURÐ,SSONAR.

Sórey, 5. Okt. 1843.

Elskulegi vinur!

Ég má ekki låta þig í friði, því mér sárliggur
svo á; þegar ég fór af stað aftur úr bænum, hafði ég
ekki verið svo heppinn að finna Olsen; ég var hjá
honum tvisvar, en hitti hann i hvorugt skifti heima.
Blessaður útvegaðu mér kortið
(suðausturfjórðung-inn), og sendu mér eins fljótt og orðið getur; svo
held ég lika, bezt væri að senda mér 2 exempl., ef svo
skyldi vera, ég hefði eitthvað að leiðrétta; ég skal
þá fljótt senda það inn aftur með korrektúrunni.
Á-málgaðu enn lika fyrir mig við 0., að ég fái þau data,
sem hann hefir lofað mér um afstöðu og stærð lands-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free