- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
233

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 233 —

3.

Undirbúningur í hengigjörðinni.

Hann verður að fara fram á þurru landi, áður
en farið er að synda í vatninu. Bezt er að hafa sér
hengigjörð, og er hún svo til búin, að það eru teknar
þrjár gjarðir eða gjarðahólkar, og liggur sín taug úr
hverri þeirra, og binda menn þær upp um bita eða
slá, þar sem þykir haganlegast. Ein er stærst,
og á að girða hana um brjóstið, en hinar tvær minni,
og hafðar sín um hvort læri. Bringugjörðin á að
vera nokkru hærri en hinar, svo líkaminn hallist
heldur upp að framan, þegar í þær er lagzt. Sá, sem
er í gjörðunum, beygir hálsinn og höfuðið aftur á
bak, heldur upphandleggjunum niður með sér,
oln-bogunum fast við hliðarnar, og leggur saman lófana
undir brjóstinu, svo þumalfingurnir snúi upp og
litlu-fingurnir niður. Hann beygir sig dálítið í
mjöðmun-um, og kreppir knén, og heldur saman hælunum upp
við þjóin. Hann hefir langt á milli hnjánna, og
beygir báða fætur í öklalið, svo tærnar snúi út. Þá er rétt
legið í gjörðinni, ef þessa er gætt, og má ekki út af
því bregða.

Sundtökin.

Nú spyrnir sundmaður frá sér báðum iljum,
skáreitis til hliðanna, og heldur niður á við, og réttir
öldungis hnén. I sama vetfangi tekur hann fram
handleggjunum, og heldur saman lófunum, en snýr
þá höndunum við, svo þumalfingurnir verði nokkru
neðar en litlu-fingurnir, og ber svo handleggina aftur
með sér, þangað til þeir standa beint út. Meðan á
þessu stendur, skellir hann saman fótunum, réttir
úr ristarliðnum, og fer svo aftur með fæturna í samt
lag og áður voru þeir, kreppir hnén og heldur saman

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free