- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
243

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 243 —

maðurinn lyftir upphandleggjunum dálítið frá
hlið-unura, og kreppir olbogana til hálfs, og lætur
fram-handleggina og lófana liggja rétt fram undan sér,
undir yfirborði vatnsins, og hallast hvorki upp né
niður.

Þá ber sundmaður hægri höndina út á við, 8 eða
12 þumlunga, og rennir henni á rönd, svo vatnið
gjöri sem minnsta fyrirstöðu. Síðan er hendinni
und-ið við, svo þumalfingurinn verði nokkru ofar en
litli-íingurinn, og er hún svo borin aftur á sama stað og
hún áður var, og er það þá lófinn, sem tekur á móti
fyrirstöðu vatnsins. Því næst er höndin aftur borin
út á við, eins og áður er sagt, o. s. frv.

Allt að einu á að bera vinstri höndina, með þeim
einum mismun, að hún er borin að sér, þegar hin er
borin út á við, og þetta látið ganga til skiptis.

Upphandleggjunum á að halda kyrrum, en vera
því liðugri að bera framhandleggina og hendurnar.

Fæturna á að bera eins og hendurnar, á þann
hátt, að þegar utanfótarjarkinn á hægra fæti klýfur
vatnið, er ilin á vinstra fæti borin á móti því, og
þeg-ar utanfótarjarkinn á vinstra fæti klýfur vatnið, er
ilin á hægra fæti borin á móti því, o. s. frv.

Sundmaður á, eftir því sem hann er stór til, að
låta 12—24 þumlunga bil vera á milli hnjánna, og
halda lærunum rétt að segja kyrrum, en bera
fæturna eins liðugt og honum er auðið.

Það á ekki að bera fætur og hendur í beinni
stefnu fram og aftur, heldur á að gjöra það í sveig,
eins og sundmanni er eðlilegast, þegar lærunum og
upphandleggjunum er haldið kyrrum.

Tökin eiga að fara fram undir eins með höndum
og fótum, á þann hátt, að hægri hönd og vinstri fót-

16 *

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free