- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
258

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 258 —

þar á ofan: „fári skértur", „huga hreinrí’,
„þrá-lofadur", „þreki hertur" og „æru kjær".

2. flokkur: „argur", „arrrmr", „bl^udur", „falskur"„
„fjandlegur", „flár", „forsmádur", „galinn",
„lakur", „Ijótur", „megn", „meingadur",
„rag-ur", „sekur„skjædur", „slægur", „srnádur",.
„snaudur", „sneiptur", „strídur", „tregur",.
„veill", „þrár" og „ærdur"; þar á ofan: „digda
snaudur", „framarír", „smánar frekur", „tryggd.
um svikinn", „æru linur", „æru swmdur" og
„æru rír".

3. flokkur: (hortittirnir par exellence). Þar í eru
þessi orð: „kéndur", „nefndur", „sagdur", „téd~
ur" og „þektur".

Allur þessi tíningur er, eins og áður er sagt,
lát-inn þýða þrennt, eða, réttara að segja, tvennt og
ekki neitt. Þegar höfundurinn nefnir einhvern, sem
hann hefir mikið við, tekur hann af handahófi eitt
eða tvö orð úr fyrsta flokki, og hnýtir þeim framan í
einhverja kenningu, til að geta nefnt manninn og
fyllt út í gatið á hendingunni; og þá er nú ekki spurt
að, hvað orðið þýði: ..hertur" og „þjáll" — það
stend-ur allt á sama; herra Tistran er „hertur" og „þjáll’V
rétt eins og stendur á hljóðstöfunum. Þetta var fyrsti
flokkurinn. — Annar flokkurinn er hafður handa
þeim, sem höfundinum er illa við; en honum er, eins
og vant er að vera, illa við alla, sem eiga í stríði og
baráttu við þann, sem rímurnar eru kenndar við. Þá
má nú geta nærri, að lýsingarorðin muni vera
grip-in af lakari endanum; og höfundurinn gerir það líka
dyggilega, og hefir alla sömu aðferðina og áður var
sögð, nema hvað hann setur þau ekki saman við
kenn-ingar, utan honum liggi mikið á; en það eru nokkur
nöfn, sem hann er þá vanur að hafa í kenninga-stað„

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0266.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free