- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
260

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 260 —

„Glanna þulu feima" (2., 57.), „smaragds kyrja" (4.,
39.), „treyu sól" (4., 51.), „bjálfa Ydun" (5., 45.),
„ósa kértis skuld" (7., 12.) og „hrínga gisting" (9.,
36.); sverð heitir auk annars „Hárs skýmur" (2.,
18.); blóðið: „sára kéldur"; sárin: „sverda mord" (2.,
59); kinnarnar: „þagnar hlídir" (? 2., 55.) og
hug-urinn, „andar krá" (6., 28.). Þessar kenningar eru
ekkert úrval; þær eru gripnar af handahófi, rétt
eins og þær urðu fyrst fyrir mér; og verið getur, ég
hafi ekki skilið þær allar réttilega, og sumar eigi að
þýða eitthvað annað. Ég þori ekkert um það að segja;
kvenfólkið verður að skera úr því.

Af því, sem nú er talið, má að nokkru leyti geta
sér til orðfærisins. Það er ofur afllaust og tuddalegt,
eins og við er að búast, þegar höfundurinn fer ekki
betur að ráði sinu. Nógar dönskuslettur koma lika
innan um; en ekki eru þær eins gríðarlega margar,
og við mætti búast af slíkum höfundi. Þær eru við
og við prentaðar með frábrugðnu letri (t. a. m. „pad
fær nú ad vera sama", 10., 55.), og veit ég ekki,
hvort það eru glettur úr prentaranum, eða maðurinn,
sem orti, veldur því sjálfur, af þvi hann hefir þókzt
af þeim; og er honum að visu til þess trúandi, ekki
síður en þar sem hann er að hælast um, að hann
hafi gjört sig að athlægi og tekið sér danskt nafn;

„kefur ei snilli vora" segir skáldið! —–þar

var lika sæmdin í! — Eitt er eftir að nefna, sem
aldrei ætti að sjást í neinum skáldskap og óprýddi
þessar rimur töluvert, ef smávegis gallar og
smíða-lýti leyndu sér ekki á slíkri ófreskju. En það er sá
galli, að orðunum er margoft svo óhentuglega fyrir
komið, að áherzlan lendir á röngum stað, þegar
er-indið er lesið eða kveðið samkvæmt bragarhættinum.
Mest ber á þessu í þeim rimunum, sem eiga að vera

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0268.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free