- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
310

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 310 —

byrjuð móti honum fyrir hans fyrsta brot; því
stefn-an er honum birt þann 9. Febrúar fyrra ár. Hér er
því óneitanlega concursus homogenus successivus,
sem á að dæmast í einu, og verður þá spursmálið,
hverja verkun brotanna fjöldi hafa skuli á
straffs-ins skerpingu. Hvort lögin í þessu tilfelli aleina reikna
frá þeim tima, sem barneignin er komin í ljós, i
til-liti til iteratio delicti, þori eg ekkert um að segja;
en eins og það er víst, að straff er lagt við laganna
yfirtroðslum, en ekki við þvi, að yfirtroðslurnar
kom-ast upp, eins virðist mér það skynseminni gagnstætt,
að það geti aukið straffskuld Friðfinns, þó brot hans
væru þess eðlis, að þau ekki gátu orðið uppvís, fyr
en eftir vissan tíma; en óneitanlegt er, að þau öll
til samans, sem áður er sagt, voru skeð fyr en
lög-sókn var byrjuð móti honum, og hefðu þau þá getað
dæmzt öll í einu, gat straffið ekki orðið hærra en
álagt verður fyrir 1. hórdómsbrot. Að brúka nú við
þessar greinir af sömu yfirsjón harðara straff en í
fyrstu, það virðist mér því þess heldur ísjárvert, sem
laganna aðvarandi hegning ekki kom fyr en eftir-á,
og það svoleiðis er óreynt, hvort hún ein ekki hefir
orðið honum að nógri bendingu. — Væri samt til
nokkurt maximum og minimum, sem dómur getur
ákveðið, af hórsektunum fyrir 1. brot, mætti, kann
ske, með tilliti til hins ákærða í Ijósi látnu
tilhneig-ingar til óskírlífis, heldur velja það harðara, en fyrst
það nú ekki er og hitt að öðru leyti sýnist varla
gjör-legt, að cumulera straffið til helminga, þar enginn
getur með rökum sagt, að stærð einnar ástríðu standi
í geometrísku hlutfalli til fjölda hinna þar af leiddu
yfirsjóna, svo verður straffsins hæfilegu skerpingu
hér illa við komið. — Hvað bæturnar til
jústitskass-ans snertir, sem eiga að metast eftir efnum hinna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0318.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free