- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
348

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 348 —

brjev með Kristjáni. (Vantar að tala við Gaimard)". —
„Bruder-lein", litli bróðir. — „Schneiderlein", klæðskerinn litli; Jónas á
við sjálfan sig með þessu spaugsyrði. — 9. 1. a. n., „Lauget",
þ. e. Skræderlauget í Höfn. — Bókin, sem Jónas á við, er
við-skiptabók klæðskera. Jónasi þótti jafnan leitt, er hann hafði
ekki goldið skuldir sínar. — 6. 1. a. n., „félagið",
Bókmenntafé-lagið. •— 4. 1. a. n., „Herthu", herskipinu danska, sbr. bls. 24, m.
aths., og III. b., bls. 78. — Bls. 32, 2. 1., „Tuma", séra Tómas
Sæmundsson, sem var það ár einn höfundur og kostnaðarmaður
Fjölnis, V. árg. — 4. 1., „Arnkels saga"; Jónas á við
Hrafnkels-sögu, sem Konráð (og P. G. Thorsen) gáfu þá út. — Um þá útg.
sjá t. a. m. Tímar. Bókmfél., XII., bls. 64—65. — 6. 1., „Gúman",
þ. e. Jóh. Gudmann, kaupmaður á Akureyri, búsettur í Höfn,
sonur Guðmundar, er nefndi sig Gudmann fyrstur, faðir
Fred-riks, sem Gudmanns Minde er kennt við. — 7.—8. 1., „hann
ein-eygði Fjölnir"; Jónas á við ritlinginn „Adfinning vid Eineygda
Fjölnir" eftir Jón Hjaltalín. Er að sjá af þessu, að ritlingurinn,
sem sjálfur var ætíð nefndur „Eineygði Fjölnir" manna á
með-al, hafi verið orðinn kunnur á Norðurlandi áður en Fjölnir, V.
árg., sjálfur, sem ritlingurinn er um, var kominn bangað írá
Höfn. — Sbr. e. fr. bækling séra Tómasar: „Fjölnir og
Ein-eigdi-Fjølnir, Videiar Klaustri, 1840"; sjá um hann Bréf Tóm..
Sæm., bls. 263—64. — 9.—10. 1., „kom af Nýjabæjarfjalli
hold-votur" o. s. frv., sbr. bréfið til Finns Magnússonar 29. Sept. •—
10. 1., „Dýrleifarnar báðar", þ. e. Dýrleif dóttir Páls
Haildórs-sonar á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, og Dýrleif
Kristjánsdótt-ir, uppeldisdóttir hans; báðar ungar stúlkur þá. Dýrleif
Páls-dóttir giftist síðar Hallgrími Tómassyni, systursyni Jónasar, og
var móðir séra Tómasar Hallgrímssonar á Völlum. — 13.—14. !.,
„Sibbern talar um", Fr. Chr. S. heimspekingur, prófessor við
Hafnar-háskóla (d. 1872). Jónas vitnar, ef til vill, til rits hans,
„Menneskets aandelige Natur og Væsen", Kh. 1819—28. — 16. 1.,
„Jóhann sýslumaður" var Árnason; hann dó hálfu ári síðar; ujá
um hann í I. b., bls. 219. — 18. 1., „Sáka", liklega gæluorð fyrir
strák. — 28. 1., „bókina"; hann á líklega við þá bók, sem nú er
nr. 6 í 8 bl. br. í hrs. Bmf. í Lbs.; hefir hann ritað í hana
dag-bók frá þessari ferð, allt til þess, að hann kom upp að
brenni-steinsnámunum, sbr. III. b., bls. 62—94. •— Bls. 33, 3. 1.,
„kreddu-þórunum", þ. e. kreditórunum; spaugsyrði íslenzkra
Hafnar-stúdenta.

Bls. 33. — TIL DIREKTIONEN FOR FONDET AD USUS
PUBLICOS. U. Okt. 1839. — Ehr. í ríkisskjalasafninu í Höfn. —
Umboð til Kristjáns Kristjánssonar, síðar amtmanns. Kristján.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free