- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
416

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 416 —

þetta til að låta félaginu í ljósi virðingu okkar og aðstoða
íyrir-tæki þess, eftir því, sem við höfðum efni á, og vonum við
landar okkar kaupi bæklinginn eins fyrir því, þó andvirðið eigi
að fara fyrir vegabætur". — Bls. 229, 13. 1. a. n., „á
Reykj-um" o. s. frv.; sbr. Klausturpóstinn 1823, bls. 64: „Bæði 1821
og 1822 dvaldi hann (þ. e. Jón Þorláksson Kjærnested) um
hríð í Skagafirði, til að kenna þar 24 unglingum sund. •— •— •—
Sundskólann hafði hann í Skagafirði á Reykjatjörn í
Tungu-6veit".

Bls. 251—262. — UM RÍMUR AF TISTRANI OG INDÍÖNU.
— Frumpr. í Fjölni, III. árg., 1837, I., 18—29. —
Skammstöf-unin undir latnesku tilvitnuninni, sem höfð er að
inngangsorð-um, merkir: Horatius, Ars poetica, 470. (versus et) seqventes. —
Um Horatius sjá I. b., bls. 392. Rit hans um skáldskaparlist,
Ars poetica, eða De arte poetica, er í rauninni sendibréf, sem
hann ritaði á síðustu æviárum sínum til L. Calpurniusar Piso
og sona hans. Tilvitnunin er á íslenzku nokkurn veginn þannig:
Það er ekki fyllilega ljóst, hvers vegna hann er farinn að fást
við kveðskap, hvort það sé heldur af því, að hann hafi svívirt
jarðneskar leifar forfeðranna, eða af því, að hann hafi drýgt
þann glæp, að raska heilögum stað, en vissulega er hann orðinn
brjálaður. — Bls. 251, 4.—5. 1. a. n., „Sunnanpóstinum hefir
tekizt", o. s. frv.; sbr. I. árg., bls. 133, í grein eftir séra Árna
Helgason um „Utkomnar íslendskar bækur á seirni árum".
Segir séra Arni þar m. a. um Andra-rímur, að þær séu „valla
í húsum hafandi". — Bls. 252, 7. 1., „Svoldar-rímur", þ. e.
„Rímur af Svoldar Bardaga. Oi’ktar af Sigurdi Breidfjørd. Arid
1824. Videyar Klaustri, 1833". — Sbr. a. ö. 1. V. b., bls.
LXXIV—VI.

Bls. 263—266. — FRÁ SKÍRNARFONTI
THORVALDSENS’. — Frumpr. í Fjölni IV., I., bls. 28—31. — Um þetta
verk Bertels Thorvaldsens sjá t. a. m. J. M. Thiele,
Thorvaldsens Biographi, Kh. 1851—56, IV., 255, s. a. 1806. — Bls. 263,
2. 1., „1807" o. s. frv.; v. Schubart, barónn, sendiherra Dana i
Neapel, skrifaði B. Th. 2. Nov. 1804 og kvaðst hafa fengið um
morguninn s. d. bréf frá systur sinni, Charlotte *)
Schimmelmann, greifafrú i Höfn, þar sem hún lét í ljósi, að hún vildi fá
skírnarfont eftir B. Th. í kirkjuna í Brahe-Trolle-borg, handa
systur sinni, Sybille Reventlow, greifafrú, sem þar bjó. Hún
vildi hafa skírnarskál úr marmara á fæti úr graníti eða öðru

*) í frumpr. I Fjölni er nafn hennar skrifaö „Karlótta". ■—
Sömul. er nafnie á höllinni (sbr. bls. 264 hér), „Karlóttuhöll".

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0424.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free