- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XIX —

og alþýðumenntunin furðanlega mikil, þrátt fyrir allan skort
og öi’birgð. Atvinnuvegirnir gerðu mörgum nauðsynlegt að
stunda margháttuð verk og fást meira eða minna við ýmiskonar
smíðar; varð fcað til að þroska hagleiksgáfu manna í ýmsum
greinum. Sköruðu sumir fram úr í því efni og sumir lærðu
einhverja iðnaðargrein innan lands eða utan. Við list fengust
menn ekki verulega, nema helzt skrautlist, og þá aðallega í
út-skurði og skrautskrift og jafnvel málmsmíði. Alþýðuskólar voru
engir, en heimafræðsla almenn, svo að flestir, sem komust til
vits og ára, voru læsir, og allmargir, sérstaklega karlmenn, lærðu
að skrifa og reikna eftir því, sem nauðsyn krafði, en allt af
hafa nokkrir menn hér á landi skarað fram úr í þeim greinum.
Allmargir lögðu stund á fróðleik, bæði á þann hátt að læra og
hafa um hönd alls konar kveðskap og frásagnir, ættfræði o. fl.
Sönglist var lítið iðkuð, önnur en sálmasöngur í kirkjum og
heimahúsum, rímna-kveðskapur og dálítið tvísöngur.
Hljóðfæra-list var nær ókunn. Helztu bækur voru guðsorðabækurnar; voru
á flestum heimilum einhverjar af þeim til, en yfirleitt ekki
aðrar bækur. Sögubækur þæi% er prentaðar höfðu verið, og
aðr-ar fræðibækur, rit Lærdómslistafélagsins,
Landsuppfræðingar-félagsins og Bókmenntafélagsins og annað af því tæi, var ílest
fremur fáséð hjá alþýðu manna. Fréttablöð voru engin ’cil og
lítið um tímarit, en bau sem til voru, Minnisverð tíðindi,
Is-lenzk sagnablöð og Ivlausturpósturinn, tiltölulega lítið útbreidd
meðal alþýðu. Þar sem Jónas var prestssonur og forfeður hans
höfðu verið lærðir menn, og einkum bar sem hann var settur
til mennta á unga aldri, má gera ráð fyrir, að bókakostur hans
hafi verið nokkru meiri en alþýðu manna yfirleitt, og skal brátt
vikið að bví.

6. ÞJÓÐARÁSTAND OG ATBURÐIR.

Enn fremur virðist vera ástæða til að minna stuttlega á
ástand hér og ýmsa atburði á uppvaxtarárum Jónasar, því að
almælt tíðindi og umtal manna um menn og málefni hefir
jafn-an nokkur áhrif.

Þegar hér var komið sögu vorri, voru fyrir skömmu
gengn-ar um garð nokkrar breytingar, sem tiðrætt varð um, svo sem
það, að lagðir höfðu verið niður biskupsstólarnir og skólarnir í
Skálholti og á Hólum, og síðan lagt niður alþingi. Skóli sá, sem
stofnaður hafði verið í Reykjavik í stað hinna eldri, hafði einn-

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free